Áföllin hafi mótað sig Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2025 15:54 Katrín Jakobsdóttir snemma árs 2022 á blaðamannafundi tengdum Covid-19. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir áföllin sem dundu yfir íslenskt þjóðfélag í ráðherratíð hennar hafa alveg örugglega mótað sig. Sum samtöl sitji eftir. Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Katrín áföll og áfallastjórnun en hún var nýlega með erindi fyrir norrænar almannavarnir um þau málefni. Á hennar sjö árum sem forsætisráðherra gekk ýmislegt á hér á landi. Rafmagnsleysi á Norðurlandi, snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði, aurskriða á Seyðisfirði, heimsfaraldur Covid-19, jarðhræringar á Reykjanesi og margt fleira. „Ég eiginlega áttaði mig ekki á þessu sjálf fyrr en ég settist niður og setti þetta niður á blað, í raun og veru atganginn í minni tíð sem forsætisráðherra. Vissulega hafði ég gengið í gegnum áföll fyrr, ég kem auðvitað inn á þing rétt fyrir efnahagshrun. Það var auðvitað meiri háttar efnahagslegt áfall,“ segir Katrín. Veður getur haft mikil áhrif Fyrsta stóra áfallið hafi verið undir lok 2019 þegar stór hluti Norðurlands varð rafmagnslaus, sum svæði í marga daga. „Þetta var meiri háttar áfall fyrir bændur á svæðinu. Fyrirtæki þurftu að loka. Skip Landhelgisgæslunnar þurftu að sigla inn að Dalvík og koma rafmagni aftur á bæinn. Það kom á daginn að það var ekki varaafl á öllum heilbrigðisstofnunum. Skiljiði, þetta var mikil áminning um það hvað svona veður getur haft mikil áhrif,“ segir Katrín. Snjóflóð, aurskriður og eldgos Snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði árið eftir og aurskriða féll á Seyðisfjörð, þar sem var mikil mildi að enginn hafi látist. 2021 hófst svo eldgosahrina í Sundhnúksgígaröðinni. „Ég upplifði alltaf svakalega mikla samhygð hjá þjóðinni í gegnum þetta. Fólk sýndi samstöðu. Það var samhygð og samúð. Og ég vona svo sannarlega að þetta sé eiginleiki sem við eigum eftir að halda í, því það auðvitað reynir á það þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir. Og fólk getur auðvitað dofnað gagnvart því,“ segir Katrín. Enginn veit allt Á sama tíma sé mikill pólitískur órói í heiminum, gróðureldar, hitabylgjur og fleira. „Það skiptir ótrúlega miklu máli, held ég, í svona áfallastjórnun, auðvitað í fyrsta lagi að reyna að stýra því sem hægt er og sætta sig við það sem ekki verður stýrt. Svo held ég að það sé nú númer eitt að maður skal ekki treysta þeim sem þykist hafa öll svörin,“ segir Katrín. Heiðarleiki mikilvægur Þetta hafi verið eitthvað sem yfirvöld lögðu upp með í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Við vitum ekki alltaf nákvæmlega hvað er að gerast. Við gátum ekki vitað hve lengi jarðhræringar á Reykjanesinu myndu standa og það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur í gegnum svona áföll og reyna bara að miðla því sem maður veit samkvæmt sinni bestu vitund,“ segir Katrín. Situr eftir Allt þetta hafi alveg örugglega mótað hana. „Allar þessar heimsóknir og hitta þetta fólk sem er í þessari stöðu, það náttúrulega gleymist aldrei. Það er bara eitt af því sem situr í með manni og gerir mann að einhverju,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Katrín áföll og áfallastjórnun en hún var nýlega með erindi fyrir norrænar almannavarnir um þau málefni. Á hennar sjö árum sem forsætisráðherra gekk ýmislegt á hér á landi. Rafmagnsleysi á Norðurlandi, snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði, aurskriða á Seyðisfirði, heimsfaraldur Covid-19, jarðhræringar á Reykjanesi og margt fleira. „Ég eiginlega áttaði mig ekki á þessu sjálf fyrr en ég settist niður og setti þetta niður á blað, í raun og veru atganginn í minni tíð sem forsætisráðherra. Vissulega hafði ég gengið í gegnum áföll fyrr, ég kem auðvitað inn á þing rétt fyrir efnahagshrun. Það var auðvitað meiri háttar efnahagslegt áfall,“ segir Katrín. Veður getur haft mikil áhrif Fyrsta stóra áfallið hafi verið undir lok 2019 þegar stór hluti Norðurlands varð rafmagnslaus, sum svæði í marga daga. „Þetta var meiri háttar áfall fyrir bændur á svæðinu. Fyrirtæki þurftu að loka. Skip Landhelgisgæslunnar þurftu að sigla inn að Dalvík og koma rafmagni aftur á bæinn. Það kom á daginn að það var ekki varaafl á öllum heilbrigðisstofnunum. Skiljiði, þetta var mikil áminning um það hvað svona veður getur haft mikil áhrif,“ segir Katrín. Snjóflóð, aurskriður og eldgos Snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði árið eftir og aurskriða féll á Seyðisfjörð, þar sem var mikil mildi að enginn hafi látist. 2021 hófst svo eldgosahrina í Sundhnúksgígaröðinni. „Ég upplifði alltaf svakalega mikla samhygð hjá þjóðinni í gegnum þetta. Fólk sýndi samstöðu. Það var samhygð og samúð. Og ég vona svo sannarlega að þetta sé eiginleiki sem við eigum eftir að halda í, því það auðvitað reynir á það þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir. Og fólk getur auðvitað dofnað gagnvart því,“ segir Katrín. Enginn veit allt Á sama tíma sé mikill pólitískur órói í heiminum, gróðureldar, hitabylgjur og fleira. „Það skiptir ótrúlega miklu máli, held ég, í svona áfallastjórnun, auðvitað í fyrsta lagi að reyna að stýra því sem hægt er og sætta sig við það sem ekki verður stýrt. Svo held ég að það sé nú númer eitt að maður skal ekki treysta þeim sem þykist hafa öll svörin,“ segir Katrín. Heiðarleiki mikilvægur Þetta hafi verið eitthvað sem yfirvöld lögðu upp með í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Við vitum ekki alltaf nákvæmlega hvað er að gerast. Við gátum ekki vitað hve lengi jarðhræringar á Reykjanesinu myndu standa og það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur í gegnum svona áföll og reyna bara að miðla því sem maður veit samkvæmt sinni bestu vitund,“ segir Katrín. Situr eftir Allt þetta hafi alveg örugglega mótað hana. „Allar þessar heimsóknir og hitta þetta fólk sem er í þessari stöðu, það náttúrulega gleymist aldrei. Það er bara eitt af því sem situr í með manni og gerir mann að einhverju,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sprengisandur Bylgjan Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira