Lífið

Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn

Kristín Kristinsdóttir skrifar
Heimir, Lilja og Ómar á rúntinum með leynigesti.
Heimir, Lilja og Ómar á rúntinum með leynigesti.

Nýjasti gestur vefþáttanna Bítið í bílnum er ekki þekktur fyrir söng en kom hins vegar gríðarlega á óvart með sínum sönghæfileikum. Þessi nýju vefþættir snúast um það að þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni, þau Heimir, Lilja og Ómar, kíkja á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali.

Að þessu sinni valdi gesturinn að syngja lag með Oasis, Stop Crying Your Heart Out, enda mikill Oasis-aðdáandi.

Fattar þú hver er undir pokanum? Ef þú giskar á rétt gæti heppnin verið með þér því tveir heppnir áhorfendur og hlustendur Bítisins á Bylgjunni vinna veglega vinninga.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan og giskaðu síðan á hver er undir pokanum með því að fara inn á Facebook-síðu Bylgjunnar og skrifa athugasemd við þetta myndband eða fylgjast með í Bítinu á Bylgjunni í fyrramálið.

Klippa: Bítið í bílnum - Leynigesturinn varð næstum fyrir bíl





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.