Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 10. desember 2025 17:52 Sveinn Óskar Sigurðsson, til vinstri, er varamaður í stjórn Rúv. Vísir/Vilhelm Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. „Mér finnst afgreiðsla málsins afar sérstök. Í því fyrsta lá fyrir tillaga sem átti að taka fyrir af stjórn Rúv. Hún var ekki tekin fyrir, hvers vegna? Vegna þess að framkvæmdastjórn var búin að taka þá ákvörðun að Rúv myndi ekki taka þátt í Eurovision,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að um pólitíska ákvörðun sé að ræða og syrgir að slíkur gleðiviðburður líkt og Eurovision yrði tekinn frá landsmönnum. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði eftir fundinn að hann hefði tekið ákvörðunina og kynnt stjórninni. Hann sagði að ákvörðunin væri einungsi dagskrártengd, en ekki pólitísk. „Það er heilmikil þátttaka í að fá að taka þátt í forkeppninni hérna heima og fara svo út, þetta unga fólk fær ekki þetta tækifæri,“ segir Sveinn Óskar og bendir á að fjöldi ungs listafólks sækist eftir því að taka þátt til að koma sér á framfæri og hafa af því tekjur. „Það eru margir sem mótmæla því að Rúv taki þátt í Eurovision, meðal þeirra margir sem hafa tekið þátt í Eurovision. Það er fjöldi annarra styrjalda sem hafa átt sér stað og það er ærin ástæða til að rifja upp hvers vegna fólk var að taka þátt þá.“ Atburður á tónlistarhátíð sem valdi því að Ísland taki ekki þátt í tónlistarhátið „Það er verið að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í söngvakeppni, söngvakeppni sem á að sameina Evrópu og fólk og það er atburður sem varð á tónlistarhátíð sem veldur því að við erum ekki að fara taka þátt í tónlistarhátíð,“ segir Sveinn Óskar. Þá sé tilefni til að huga að framtíð Íslands í Eurovision, hvort að þessi ákvörðun leiði til þess að Ísland hætti alfarið í keppninni. „Við skulum ekki gleyma því að Ísrael á andstæðinga við stjórnvöld þar heima við eins og við eigum andstæðinga við stjórnvöld hérna, þetta er lýðræðisríki. Það er fólk einnig í stjórnarandstöðu sem myndi hugsanlega vilja taka þátt í Eurovision til að mótmæla sínum stjórnvöldum heima við. Við vitum ekkert hvernig þeir munu tjalda því fram í grundvallaratriðum,“ segir hann. Hann tekur fram að hörmulegir atburðir séu jafnframt að eiga sér stað á Gasaströndinni í Palestínu. „En eftir stendur að við verðum að taka afstöðu um friðinn, ánægjuna og gleðina sem fylgir söngnum. Markmiðið með Eurovision er að sameina.“ Þá sé hlutverk Rúv að taka þátt í menningarviðburðum en með þessu stuðli þau að sundrung. „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið. Eins og dagskráin er að verða þá eru þetta ein leiðindin í viðbót sem á að sameina Evrópu og sameina fólk,“ segir Sveinn. Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Miðflokkurinn Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Sjá meira
„Mér finnst afgreiðsla málsins afar sérstök. Í því fyrsta lá fyrir tillaga sem átti að taka fyrir af stjórn Rúv. Hún var ekki tekin fyrir, hvers vegna? Vegna þess að framkvæmdastjórn var búin að taka þá ákvörðun að Rúv myndi ekki taka þátt í Eurovision,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að um pólitíska ákvörðun sé að ræða og syrgir að slíkur gleðiviðburður líkt og Eurovision yrði tekinn frá landsmönnum. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði eftir fundinn að hann hefði tekið ákvörðunina og kynnt stjórninni. Hann sagði að ákvörðunin væri einungsi dagskrártengd, en ekki pólitísk. „Það er heilmikil þátttaka í að fá að taka þátt í forkeppninni hérna heima og fara svo út, þetta unga fólk fær ekki þetta tækifæri,“ segir Sveinn Óskar og bendir á að fjöldi ungs listafólks sækist eftir því að taka þátt til að koma sér á framfæri og hafa af því tekjur. „Það eru margir sem mótmæla því að Rúv taki þátt í Eurovision, meðal þeirra margir sem hafa tekið þátt í Eurovision. Það er fjöldi annarra styrjalda sem hafa átt sér stað og það er ærin ástæða til að rifja upp hvers vegna fólk var að taka þátt þá.“ Atburður á tónlistarhátíð sem valdi því að Ísland taki ekki þátt í tónlistarhátið „Það er verið að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í söngvakeppni, söngvakeppni sem á að sameina Evrópu og fólk og það er atburður sem varð á tónlistarhátíð sem veldur því að við erum ekki að fara taka þátt í tónlistarhátíð,“ segir Sveinn Óskar. Þá sé tilefni til að huga að framtíð Íslands í Eurovision, hvort að þessi ákvörðun leiði til þess að Ísland hætti alfarið í keppninni. „Við skulum ekki gleyma því að Ísrael á andstæðinga við stjórnvöld þar heima við eins og við eigum andstæðinga við stjórnvöld hérna, þetta er lýðræðisríki. Það er fólk einnig í stjórnarandstöðu sem myndi hugsanlega vilja taka þátt í Eurovision til að mótmæla sínum stjórnvöldum heima við. Við vitum ekkert hvernig þeir munu tjalda því fram í grundvallaratriðum,“ segir hann. Hann tekur fram að hörmulegir atburðir séu jafnframt að eiga sér stað á Gasaströndinni í Palestínu. „En eftir stendur að við verðum að taka afstöðu um friðinn, ánægjuna og gleðina sem fylgir söngnum. Markmiðið með Eurovision er að sameina.“ Þá sé hlutverk Rúv að taka þátt í menningarviðburðum en með þessu stuðli þau að sundrung. „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið. Eins og dagskráin er að verða þá eru þetta ein leiðindin í viðbót sem á að sameina Evrópu og sameina fólk,“ segir Sveinn.
Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Miðflokkurinn Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Sjá meira