Lífið

Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í mið­borginni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sindri Geirsson hjá ÞB verktökum og Guðbjörg Jónsdóttir hjá Icemart ásamt Heiðu Björg Hilmisdóttur.
Sindri Geirsson hjá ÞB verktökum og Guðbjörg Jónsdóttir hjá Icemart ásamt Heiðu Björg Hilmisdóttur.

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri veitti í gær viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingar verslana í miðborg Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að markmiðið sé að hvetja rekstraraðila til að skreyta glugga sína og verslanir á aðventunni og verðlauna þá sem skapa hlýlega, bjarta og hátíðlega stemningu í borginni.

Í ár hlutu þrír rekstraraðilar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skreytingar. Icemart á Skólavörðustíg fyrir fallegustu jólaskreytinguna, Farmers and Friends á Laugavegi fyrir fallegustu gluggaskreytinguna og Café Babalú á Skólavörðustíg fyrir gleðilegasta barnagluggann.

Í tilkynningunni á vef sínum segir að Reykjavíkurborg vilji með þessu vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem jóla- og aðventuskreytingar gegni í að skapa notalegt borgarumhverfi yfir vetrartímann. Skreytingar fyrirtækja og verslana auki lífsgæði, draga fólk að miðborginni og gleðja bæði íbúa og gesti.

Fallegasta jólaskreytingin - Icemart

„Skreytingin er glæsileg, hlýleg og fellur vel að umhverfinu í hjarta miðborgarinnar.“

Fallegasta gluggaskreytingin - Farmers and Friends

„Glugginn laðar að sér gesti og setur sterkan svip á göngugötuna á aðventunni.“

Gleðilegasti barnaglugginn - Café Babalú

„Skreytingin einkennist af litagleði, leikgleði og einstakri jólastemningu sem endurspeglar vel anda staðarins. Jólaskreyting er í augnhæð barna og því mjög gleðileg fyrir þau.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.