Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í septem­ber

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hinn ískaldi Cole Palmer klæddi sig í markaskóna. 
Hinn ískaldi Cole Palmer klæddi sig í markaskóna.  Getty/Darren Walsh

Cole Palmer komst loksins aftur á blað eftir langa glímu við meiðsli, í 2-0 sigri Chelsea gegn Everton í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar, en bakvörðurinn Malo Gusto lét mest fyrir sér fara.

Palmer tók forystuna fyrir Chelsea á 21. mínútu með yfirvegaðri afgreiðslu í nærhornið úr nokkuð þröngu færi, eftir stungusendingu Malo Gusto.

Malo Gusto setti svo seinna markið sjálfur á lokamínútu fyrri hálfleiks. Eftir góða markvörslu Roberts Sanchez brunuðu heimamenn í skyndisókn upp hægri kantinn og gott samspil við Pedro Neto endaði með marki.

Í upphafi seinni hálfleiks slapp Alejandro Garnacho inn fyrir vörnina og fékk gullið tækifæri til að koma Chelsea þremur mörkum yfir, en skaut hátt yfir markið.

Everton tókst ekki að minnka muninn en komst nálægt því. Jack Grealish fékk fínt skallafæri eftir rúmar sjötíu mínútur en tókst ekki að stýra boltanum á rammann. Besta færi gestanna fékk Illiman Ndiaye svo rétt fyrir leikslok, en skot hans small í stöngina og út.

Sigurinn fleytir Chelsea upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 28 stig eftir 16 umferðir, fimm stigum frá toppliði Arsenal. Everton er í 8. sætinu með 24 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira