„Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2025 22:45 Aðdáendur Lionels Messi voru búnir að borga vænar upphæðir fyrir miða og voru ekki sáttir við að fá ekki að sjá hann á leikvanginum i Kolkata. Þeir létu reiði sína bitna á leikvanginum sjálfum. EPA/PIYAL ADHIKARY Lionel Messi er mættur til Indlands en ferðin byrjaði ekki vel. Stutt stopp á leikvangi, sem áhorfendur höfðu borgað stórar upphæðir fyrir miða sína, fór mjög illa í marga og þeir hinir sömu létu reiði sína bitna á leikvanginum. Ferð Lionels Messi um Indland hófst á leiðindum þegar aðdáendur rifu upp sæti og köstuðu þeim inn á völlinn eftir stutta heimsókn argentínska framherjans og leikmanns Inter Miami á Salt Lake-leikvanginn í Kolkata. Messi er staddur á Indlandi í ferðalagi þar sem hann mun meðal annars sækja tónleika, fótboltaæfingar fyrir ungt fólk, padel-mót og koma af stað góðgerðarverkefnum á viðburðum í Kolkata, Hyderabad, Mumbai og Delhi. Messi mun einnig vígja tuttugu metra styttu af sér sjálfum standandi með heimsbikarinn. Samkvæmt fréttum í indverskum fjölmiðlum gekk heimsmeistarinn frá 2022 um völlinn á leikvanginum og veifaði til aðdáenda, en var umkringdur stórum hópi fólks og fór aðeins tuttugu mínútum eftir komu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Myndband frá ANI-fréttastöðinni sýndi aðdáendur kasta upprifnum leikvangssætum og öðrum hlutum inn á völlinn og hlaupabrautina á staðnum, þar sem nokkrir sem höfðu klifrað yfir girðingu í kringum leikvöllinn köstuðu hlutum. „Það voru bara leiðtogar og leikarar sem umkringdu Messi. Af hverju var okkur þá boðið?“ sagði aðdáandi á leikvanginum við ANI. „Við borguðum 12.000 rúpíur [100 pund] fyrir miðann en gátum ekki einu sinni séð andlitið á honum.“ Angry fans attending Lionel Messi's tour of India ripped up seats and threw items towards the pitch after his appearance at Kolkata's Salt Lake Stadium. pic.twitter.com/2iNnHRrr7I— BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2025 Aðalráðherra Vestur-Bengal-fylkis, Mamata Banerjee, bað Messi afsökunar og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu. „Ég er djúpt snortin og hneyksluð á þeirri óstjórn sem varð vitni að í dag á Salt Lake-leikvanginum,“ skrifaði Banerjee, sem var á leið á viðburðinn þegar óeiðirnar brutust út, á X. „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar, sem og alla íþróttaunnendur og aðdáendur hans, á þessu óheppilega atviki. Ég er að skipa rannsóknarnefnd en nefndin mun framkvæma ítarlega rannsókn á atvikinu, finna ábyrgðaraðila og leggja til aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka atburði í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Indland Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Ferð Lionels Messi um Indland hófst á leiðindum þegar aðdáendur rifu upp sæti og köstuðu þeim inn á völlinn eftir stutta heimsókn argentínska framherjans og leikmanns Inter Miami á Salt Lake-leikvanginn í Kolkata. Messi er staddur á Indlandi í ferðalagi þar sem hann mun meðal annars sækja tónleika, fótboltaæfingar fyrir ungt fólk, padel-mót og koma af stað góðgerðarverkefnum á viðburðum í Kolkata, Hyderabad, Mumbai og Delhi. Messi mun einnig vígja tuttugu metra styttu af sér sjálfum standandi með heimsbikarinn. Samkvæmt fréttum í indverskum fjölmiðlum gekk heimsmeistarinn frá 2022 um völlinn á leikvanginum og veifaði til aðdáenda, en var umkringdur stórum hópi fólks og fór aðeins tuttugu mínútum eftir komu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Myndband frá ANI-fréttastöðinni sýndi aðdáendur kasta upprifnum leikvangssætum og öðrum hlutum inn á völlinn og hlaupabrautina á staðnum, þar sem nokkrir sem höfðu klifrað yfir girðingu í kringum leikvöllinn köstuðu hlutum. „Það voru bara leiðtogar og leikarar sem umkringdu Messi. Af hverju var okkur þá boðið?“ sagði aðdáandi á leikvanginum við ANI. „Við borguðum 12.000 rúpíur [100 pund] fyrir miðann en gátum ekki einu sinni séð andlitið á honum.“ Angry fans attending Lionel Messi's tour of India ripped up seats and threw items towards the pitch after his appearance at Kolkata's Salt Lake Stadium. pic.twitter.com/2iNnHRrr7I— BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2025 Aðalráðherra Vestur-Bengal-fylkis, Mamata Banerjee, bað Messi afsökunar og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu. „Ég er djúpt snortin og hneyksluð á þeirri óstjórn sem varð vitni að í dag á Salt Lake-leikvanginum,“ skrifaði Banerjee, sem var á leið á viðburðinn þegar óeiðirnar brutust út, á X. „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar, sem og alla íþróttaunnendur og aðdáendur hans, á þessu óheppilega atviki. Ég er að skipa rannsóknarnefnd en nefndin mun framkvæma ítarlega rannsókn á atvikinu, finna ábyrgðaraðila og leggja til aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka atburði í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Indland Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira