Enski boltinn

Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bukayo Saka, Piero Hincapie og Martin Odegaard fagna hér Gabriel Jesus sem þeir héldu kannski að hefði skorað sigurmark Arsenal en markið var sjálfsmark hjá Yerson Mosquera, leikmanni Úlfanna.
Bukayo Saka, Piero Hincapie og Martin Odegaard fagna hér Gabriel Jesus sem þeir héldu kannski að hefði skorað sigurmark Arsenal en markið var sjálfsmark hjá Yerson Mosquera, leikmanni Úlfanna. Getty/Marc Atkins

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og nú má sjá mörkin úr þessum leikjum hér á Vísi. Liverpool, Arsenal, Chelsea og Fulham fögnuðu sigri í leikjunum fórum.

Franski framherjinn Hugo Ekitike skoraði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigri á Brighton & Hove Albion á Anfield. Það fyrra kom eftir aðeins 46 sekúndur og það seinna með skalla eftir stoðsendingu frá Mohamed Salah.

Salah kom inn í hópinn á ný og kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik. Með því að gefa þessa stoðsendinguna kom hann með beinum hætti að sínu 277. marki í ensku úrvalsdeildinni sem er met hjá manni fyrir eitt félag.

Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Brighton

Cole Palmer er kominn til baka og skoraði fyrra mark Chelsea í 2-0 sigri á Everton. Malo Gusto lagði upp mark Palmer og skoraði seinna markið sjálfur en bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Klippa: Mörkin úr leik Chelsea og Everton

Harry Wilson skoraði eitt mark sjálfur og lagði upp mörk fyrir Emile Smith Rowe og Calvin Bassey í 3-2 útisigri Fulham á Burnley. Lesley Ugochukwu og Oliver Sonne skoruðu fyrir Burnley.

Klippa: Mörkin úr leik Burnley og Fulham

Arsenal er komið aftur á sigurbraut og með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan 2-1 sigur á botnliði Úlfanna en Úlfarnir skoruðu þó öll mörkin á Emirates-leikvanginum.

Bæði mörk Arsenal voru sjálfsmark. Fyrra markið var þannig að hornspyrna Bukayo Saka fór af Sam Johnstone, markverði Úlfanna, og í eigið net. Varamaðurinn Tolu Arokodare jafnaði óvænt metin en Yerson Mosquera skallaði fyrirgjöf Saka í eigið mark og tryggði Arsenal sigurinn.

Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Wolves



Fleiri fréttir

Sjá meira


×