Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2025 11:01 Nitin Kumar vann sögulegan sigur á HM í pílukasti í gær. getty/Andrew Redington Alþýðuhetjan Stephen Bunting lenti í kröppum dansi í viðureign sinni við Sebastian Bialecki í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Hann mætir Indverjanum Nitin Kumar í næstu umferð en sá skrifaði söguna með sigri sínum í gær. Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, hafði betur gegn Bialecki, 3-2. Hann vann fyrstu tvö settin en sá pólski sett þrjú og fjögur og úrslitin réðust því í oddasetti. Þar tryggði Bunting sér sigurinn og sæti í annarri umferð. BUNTING STUMBLES OVER THE LINE 🎯What a contest 🙌In our first tiebreaker of the tournament, Stephen Bunting breaks Sebastian Bialecki's throw, and finishes the job to win 3-2 and stumble over the line!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/MiCtllqPgO— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 „Ég var heppinn að sleppa með þetta. Ég þarf að safna kröftum og æfa. Þessi taugastrekkjandi leikur er að baki og ég verð betri í næstu umferð,“ sagði Bunting sem var með 96 í meðaltal í leiknum. Andstæðingur Buntings í 64-manna úrslitunum er hinn fertugi Kumar sem sigraði Richard Veenstra í spennutrylli í gær, 3-2. KUMAR MAKES HISTORY 🙌Nitin Kumar becomes the first ever player from India to win on the Alexandra Palace stage 🇮🇳He defies FIVE ton-plus finishes from Richard Veenstra to win 3-2 and advance to Round Two!Why we love the darts.📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/9BUZNj2UaU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 Þetta var fyrsti sigur Kumars á HM og jafnframt fyrsti sigur indversks leikmanns í sögu mótsins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna. Þetta er yfirþyrmandi og ég er glaður. Ef þig dreymir eitthvað er allt mögulegt,“ sagði Kumar sem hafði fjórum sinnum tapað í 1. umferð HM áður en hann vann loks sigur í gær. Kumar vonast til að sigurinn hafi jákvæð áhrif á indverska pílukastara. „Ég hef opnað flóðgáttir fyrir milljarða. Afsakið að ef eftir tíu ár ganga átta leikmenn inn á sviðið á HM með Bollywood-tónlist,“ sagði Kumar sem var afar öruggur í útskotunum gegn Veenstra. Sá indverski var með 75 prósent útskotsprósentu og það skipti því ekki máli þótt hann væri með lægra meðaltal í leiknum. Pílukast Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, hafði betur gegn Bialecki, 3-2. Hann vann fyrstu tvö settin en sá pólski sett þrjú og fjögur og úrslitin réðust því í oddasetti. Þar tryggði Bunting sér sigurinn og sæti í annarri umferð. BUNTING STUMBLES OVER THE LINE 🎯What a contest 🙌In our first tiebreaker of the tournament, Stephen Bunting breaks Sebastian Bialecki's throw, and finishes the job to win 3-2 and stumble over the line!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/MiCtllqPgO— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 „Ég var heppinn að sleppa með þetta. Ég þarf að safna kröftum og æfa. Þessi taugastrekkjandi leikur er að baki og ég verð betri í næstu umferð,“ sagði Bunting sem var með 96 í meðaltal í leiknum. Andstæðingur Buntings í 64-manna úrslitunum er hinn fertugi Kumar sem sigraði Richard Veenstra í spennutrylli í gær, 3-2. KUMAR MAKES HISTORY 🙌Nitin Kumar becomes the first ever player from India to win on the Alexandra Palace stage 🇮🇳He defies FIVE ton-plus finishes from Richard Veenstra to win 3-2 and advance to Round Two!Why we love the darts.📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/9BUZNj2UaU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 Þetta var fyrsti sigur Kumars á HM og jafnframt fyrsti sigur indversks leikmanns í sögu mótsins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna. Þetta er yfirþyrmandi og ég er glaður. Ef þig dreymir eitthvað er allt mögulegt,“ sagði Kumar sem hafði fjórum sinnum tapað í 1. umferð HM áður en hann vann loks sigur í gær. Kumar vonast til að sigurinn hafi jákvæð áhrif á indverska pílukastara. „Ég hef opnað flóðgáttir fyrir milljarða. Afsakið að ef eftir tíu ár ganga átta leikmenn inn á sviðið á HM með Bollywood-tónlist,“ sagði Kumar sem var afar öruggur í útskotunum gegn Veenstra. Sá indverski var með 75 prósent útskotsprósentu og það skipti því ekki máli þótt hann væri með lægra meðaltal í leiknum.
Pílukast Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Amorim rekinn Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira