Sport

Barði sig til blóðs eftir tap á HM

Sindri Sverrisson skrifar
Reiði Cameron Menzies bitnaði bara á honum sjálfum, eins og sjá má.
Reiði Cameron Menzies bitnaði bara á honum sjálfum, eins og sjá má. Getty/Warren Little

Skotinn Cameron Menzies hefur beðist afsökunar eftir að hann missti stjórn á skapi sínu á HM í pílukasti í dag, vægast sagt tapsár eftir að hafa fallið úr leik gegn Englendingnum Charlie Manby.

Reiði Menzies var skiljanleg því hann hafði ítrekað kastað frá sér dauðafæri á að jafna metin í oddasetti, og endaði á að tapa leiknum, 3-2.

Á meðan Manby fagnaði ákaft þessum sæta sigri, sem hann tryggði sér með tæpum hætti í lokin, þá tók Menzies reiði sína út á litlu borði sem hann geymdi vatnið sitt á.

Klippa: Brjálaðist á HM í pílukasti

Menzies barði í borðið af slíku afli að hann blóðgaðist á hendi, en lætin í honum má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×