Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2025 17:34 Reiði Cameron Menzies bitnaði bara á honum sjálfum, eins og sjá má. Getty/Warren Little Skotinn Cameron Menzies hefur beðist afsökunar eftir að hann missti stjórn á skapi sínu á HM í pílukasti í dag, vægast sagt tapsár eftir að hafa fallið úr leik gegn Englendingnum Charlie Manby. Reiði Menzies var skiljanleg því hann hafði ítrekað kastað frá sér dauðafæri á að jafna metin í oddasetti, og endaði á að tapa leiknum, 3-2. Á meðan Manby fagnaði ákaft þessum sæta sigri, sem hann tryggði sér með tæpum hætti í lokin, þá tók Menzies reiði sína út á litlu borði sem hann geymdi vatnið sitt á. Klippa: Brjálaðist á HM í pílukasti Menzies barði í borðið af slíku afli að hann blóðgaðist á hendi, en lætin í honum má sjá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Menzies hafði unnið fyrsta settið í leiknum og einnig komist í 2-1 en hinn tvítugi Manby reyndist sterkari í lokin og við tók æðiskast Skotans. Dómarinn Kirk Bevins fór til Menzies og bað hann um að hætta, og það gerði Skotinn, óskaði Manby til hamingju og bað áhorfendur afsökunar með því að lyfta upp hendi. Menzies sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir atvikið og baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir því hvernig ég hagaði mér,“ sagði Menzies og hélt áfram: „Þetta er engin afsökun, en ég hef haft mikið á minni könnu undanfarið og ég býst við að þetta hafi allt saman orðið of mikið á endanum. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími fyrir mig eftir að Gary frændi minn lést nýlega. Ég sá hann fjórum dögum áður en hann dó og hann leit á mig á þann hátt sem sagði mér hversu mikið honum þótti vænt um mig. Hann kom fram við mig eins og son. Hefði ég unnið leikinn gegn Charlie hefði seinni leikurinn minn verið á degi útfarar Garys og það hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga. Ég vil taka það fram aftur, þetta er engin afsökun fyrir því sem ég gerði á sviðinu. Það var rangt af mér og ég vil ekki að það dragi neitt frá Charlie. Hann spilaði vel og átti sigurinn skilið. Það er ekki svona sem ég vil að fólk líti á mig. Já, ég get orðið tilfinningasamur stundum, en ekki svona og þetta var ekki rétt.“ Pílukast Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjá meira
Reiði Menzies var skiljanleg því hann hafði ítrekað kastað frá sér dauðafæri á að jafna metin í oddasetti, og endaði á að tapa leiknum, 3-2. Á meðan Manby fagnaði ákaft þessum sæta sigri, sem hann tryggði sér með tæpum hætti í lokin, þá tók Menzies reiði sína út á litlu borði sem hann geymdi vatnið sitt á. Klippa: Brjálaðist á HM í pílukasti Menzies barði í borðið af slíku afli að hann blóðgaðist á hendi, en lætin í honum má sjá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Menzies hafði unnið fyrsta settið í leiknum og einnig komist í 2-1 en hinn tvítugi Manby reyndist sterkari í lokin og við tók æðiskast Skotans. Dómarinn Kirk Bevins fór til Menzies og bað hann um að hætta, og það gerði Skotinn, óskaði Manby til hamingju og bað áhorfendur afsökunar með því að lyfta upp hendi. Menzies sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir atvikið og baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir því hvernig ég hagaði mér,“ sagði Menzies og hélt áfram: „Þetta er engin afsökun, en ég hef haft mikið á minni könnu undanfarið og ég býst við að þetta hafi allt saman orðið of mikið á endanum. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími fyrir mig eftir að Gary frændi minn lést nýlega. Ég sá hann fjórum dögum áður en hann dó og hann leit á mig á þann hátt sem sagði mér hversu mikið honum þótti vænt um mig. Hann kom fram við mig eins og son. Hefði ég unnið leikinn gegn Charlie hefði seinni leikurinn minn verið á degi útfarar Garys og það hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga. Ég vil taka það fram aftur, þetta er engin afsökun fyrir því sem ég gerði á sviðinu. Það var rangt af mér og ég vil ekki að það dragi neitt frá Charlie. Hann spilaði vel og átti sigurinn skilið. Það er ekki svona sem ég vil að fólk líti á mig. Já, ég get orðið tilfinningasamur stundum, en ekki svona og þetta var ekki rétt.“
Pílukast Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti