Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2025 19:11 Halli Egils og Pétur Rúðrik, reynsluboltar í pílukastinu hér heima. Vísir Reynsluboltar í pílukasti hér heima á Íslandi hafa aldrei séð mann missa eins mikla stjórn á skapi sínu og gerðist hjá Skotanum Cameron Menzie á stóra sviðinu á HM í pílukasti í gær. Áður en Cameron Menzies barði í borð á stóra sviðinu í Alexandra Palace, eftir tapið gegn Charlie Manby á HM í pílukasti, virtist hann reyna að brenna á sér höndina Menzies brást illa við eftir að hafa tapað fyrir hinum tvítuga Manby, 3-2, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins. Skotinn kýldi nokkrum sinnum í borð og var blóðugur á höndinni þegar hann gekk af sviðinu. Áður hafði hann sett höndina á kassa á sviðinu sem skaut eldglæringum upp í loftið. „Hann gekk allt of langt,“ segir Pétur Rúðrik, einn af reynslumestu pílukösturum Íslands. „Auðvitað eru tilfinningarnar miklar á svona móti og mikið undir en hann gekk allt of langt þarna, þetta var allt of mikið.“ Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, er sammála Pétri og segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt í pílukastinu áður. „Maður hefur séð menn kýtast, labba viljandi utan í hvorn annan, en aldrei svona ofbeldi.“ Skömmu eftir leik baðst Menzies afsökunar á æðiskastinu sem hann tók og bar fyrir sig að hafa verið undir miklu álagi upp á síðkastið. Þá hafi hann verið nýbúinn að missa frænda sinn sem hefði verið honum kær. Alþjóða pílukastsambandið hefur þegar gefið það út að Menzies standi sálfræðiaðstoð til boða. Er þetta aðeins harðari íþrótt en menn gera sér grein fyrir? „Já miklu,“ svarar Pétur Rúðrik. „Það er talað um að þú eigir að spila við píluspjaldið, ekki andstæðinginn. En það eru alveg til menn sem spila við andstæðinginn. Eru þá að hægja á sér, gera alls konar gloríur. Í þessu tilfelli tel ég að Menzies hafi bara misst sig. Ef þú horfir á leikinn þá sérðu að rétt áður hafði hann fengið dæmt á sig ólöglegt kast. Ég held hann hafi snappað svolítið þar.“ Sýnt er beint frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Sýn Sport Viaplay. Pílukast Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Áður en Cameron Menzies barði í borð á stóra sviðinu í Alexandra Palace, eftir tapið gegn Charlie Manby á HM í pílukasti, virtist hann reyna að brenna á sér höndina Menzies brást illa við eftir að hafa tapað fyrir hinum tvítuga Manby, 3-2, í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins. Skotinn kýldi nokkrum sinnum í borð og var blóðugur á höndinni þegar hann gekk af sviðinu. Áður hafði hann sett höndina á kassa á sviðinu sem skaut eldglæringum upp í loftið. „Hann gekk allt of langt,“ segir Pétur Rúðrik, einn af reynslumestu pílukösturum Íslands. „Auðvitað eru tilfinningarnar miklar á svona móti og mikið undir en hann gekk allt of langt þarna, þetta var allt of mikið.“ Pílukastarinn Haraldur Egilsson, betur þekktur sem Halli Egils, er sammála Pétri og segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt í pílukastinu áður. „Maður hefur séð menn kýtast, labba viljandi utan í hvorn annan, en aldrei svona ofbeldi.“ Skömmu eftir leik baðst Menzies afsökunar á æðiskastinu sem hann tók og bar fyrir sig að hafa verið undir miklu álagi upp á síðkastið. Þá hafi hann verið nýbúinn að missa frænda sinn sem hefði verið honum kær. Alþjóða pílukastsambandið hefur þegar gefið það út að Menzies standi sálfræðiaðstoð til boða. Er þetta aðeins harðari íþrótt en menn gera sér grein fyrir? „Já miklu,“ svarar Pétur Rúðrik. „Það er talað um að þú eigir að spila við píluspjaldið, ekki andstæðinginn. En það eru alveg til menn sem spila við andstæðinginn. Eru þá að hægja á sér, gera alls konar gloríur. Í þessu tilfelli tel ég að Menzies hafi bara misst sig. Ef þú horfir á leikinn þá sérðu að rétt áður hafði hann fengið dæmt á sig ólöglegt kast. Ég held hann hafi snappað svolítið þar.“ Sýnt er beint frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Sýn Sport Viaplay.
Pílukast Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira