Takmarka fjölda nemenda utan EES Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2025 23:02 Ef fleiri sækja um en fimmtíu verða þeir sem eru með hæstu einkunn í munnlegu prófi teknir inn í íslensku sem annað mál. Vísir/Vilhelm Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár. Fjallað var um það fyrr í vetur að umsóknum um dvalarleyfi námsmanna hefði fjölgað um 40 prósent á milli ára. Flestar umsóknir komu frá Nígeríu, Gana og Pakistan fyrir núverandi skólaár. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á fyrirkomulagi námsleyfa fyrir erlenda nemendur. Hún hyggst liðka fyrir atvinnuþátttöku þeirra en herða skilyrði fyrir endurnýjun dvalarleyfa, takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri svo eitthvað sé nefnt. Í umfjöllun ráðherra um málið hefur komið fram að grunur leiki á að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Starfshópur á vegum ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í haust að gildandi reglur um dvalarleyfi námsmanna væru meðal helstu veikleika í útlendingamálum. Samþykkt einróma á fundi Ákvörðun um fjöldatakmörk í námsleiðum var tekin á fundi háskólaráðs þann 4. desember. Á fundinum kynntu Ragna Benedikta Garðarsdóttir aðstoðarrektor og Kristinn Andersen, sviðsstjóri kennslusviðs, skýrslu starfshóps um umsóknir um nám frá löndum utan EES og tillögur um aðgerðir. Málið var rætt og svo samþykkt einróma. Í fundargerð háskólaráðs er að finna tillögur um fjöldatakmörk frá kennslusviði og rektorsskrifstofu. Þar kemur fram að til dæmis verði ekki teknir inn fleiri en tuttugu nemendur utan EES í meistaranám í hnattrænum fræðum, og ekki fleiri en tíu í meistaranám í mannfræði. Takmörk eru einnig sett í meistaranám í afbrotafræði, félagsfræði og aðferðafræði, og í meistaranám í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum og meistarastjórnun. Einnig er sett hámark á fimmtíu nemendur utan EES í akademíska ensku. Kynningu á breytingunum hefur nú verið bætt við sem athugasemd á upplýsingasíðu háskólans um íslensku sem annað mál. 50 efstu í munnlegu prófi Þar segir nú að á fundi háskólaráðs hafi verið samþykkt að skólaárið 2026–2027 verði að hámarki tekið við 50 nemendum utan EES-svæðisins í íslensku sem öðru máli á ári. Umsækjendur frá Sviss, Grænlandi og Færeyjum séu undanþegnir þessum takmörkunum, sem og þeir sem hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem geti verið grundvöllur fyrir ótímabundnu dvalarleyfi. Eftir það er fjallað um almenn skilyrði til inntöku og svo tekið fram að ef fleiri en fimmtíu nemendur, sem takmarkanirnar eiga við um, nái lágmarkseinkunn á munnlegu prófi, verði þeim 50 umsækjendum með bestu einkunnirnar á munnlega prófinu boðið pláss í náminu. Innflytjendamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vetur að umsóknum um dvalarleyfi námsmanna hefði fjölgað um 40 prósent á milli ára. Flestar umsóknir komu frá Nígeríu, Gana og Pakistan fyrir núverandi skólaár. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á fyrirkomulagi námsleyfa fyrir erlenda nemendur. Hún hyggst liðka fyrir atvinnuþátttöku þeirra en herða skilyrði fyrir endurnýjun dvalarleyfa, takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri svo eitthvað sé nefnt. Í umfjöllun ráðherra um málið hefur komið fram að grunur leiki á að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Starfshópur á vegum ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í haust að gildandi reglur um dvalarleyfi námsmanna væru meðal helstu veikleika í útlendingamálum. Samþykkt einróma á fundi Ákvörðun um fjöldatakmörk í námsleiðum var tekin á fundi háskólaráðs þann 4. desember. Á fundinum kynntu Ragna Benedikta Garðarsdóttir aðstoðarrektor og Kristinn Andersen, sviðsstjóri kennslusviðs, skýrslu starfshóps um umsóknir um nám frá löndum utan EES og tillögur um aðgerðir. Málið var rætt og svo samþykkt einróma. Í fundargerð háskólaráðs er að finna tillögur um fjöldatakmörk frá kennslusviði og rektorsskrifstofu. Þar kemur fram að til dæmis verði ekki teknir inn fleiri en tuttugu nemendur utan EES í meistaranám í hnattrænum fræðum, og ekki fleiri en tíu í meistaranám í mannfræði. Takmörk eru einnig sett í meistaranám í afbrotafræði, félagsfræði og aðferðafræði, og í meistaranám í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum og meistarastjórnun. Einnig er sett hámark á fimmtíu nemendur utan EES í akademíska ensku. Kynningu á breytingunum hefur nú verið bætt við sem athugasemd á upplýsingasíðu háskólans um íslensku sem annað mál. 50 efstu í munnlegu prófi Þar segir nú að á fundi háskólaráðs hafi verið samþykkt að skólaárið 2026–2027 verði að hámarki tekið við 50 nemendum utan EES-svæðisins í íslensku sem öðru máli á ári. Umsækjendur frá Sviss, Grænlandi og Færeyjum séu undanþegnir þessum takmörkunum, sem og þeir sem hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem geti verið grundvöllur fyrir ótímabundnu dvalarleyfi. Eftir það er fjallað um almenn skilyrði til inntöku og svo tekið fram að ef fleiri en fimmtíu nemendur, sem takmarkanirnar eiga við um, nái lágmarkseinkunn á munnlegu prófi, verði þeim 50 umsækjendum með bestu einkunnirnar á munnlega prófinu boðið pláss í náminu.
Innflytjendamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. 20. júní 2025 10:00