„Við þurfum bara að keyra á þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2025 16:03 Ólafur Ingi ætlar að láta reyna á hápressuna í kvöld. vísir Breiðablik þarf að sækja sigur gegn taplausa toppliðinu Strasbourg í kvöld til að eiga möguleika á því að komast áfram í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Eftir sigur gegn Shamrock Rovers í síðustu umferð eru Blikarnir með fimm stig úr fimm leikjum, rétt fyrir utan efstu 24 sætin. Sénsinn á umspili er enn til staðar en þá dugir ekkert minna en sigur. „Þeir eru klárlega sigurstranglegri“ sagði þjálfari Breiðabliks, Ólafur Ingi Skúlason, um toppliðið sem hefur ekki enn tapað leik í Sambandsdeildinni og lagði Crystal Palace í síðasta heimaleik. „Þetta er mjög öflugt, ungt og vel þjálfað lið. Þeir spila mjög sóknarþenkjandi og skemmtilegan fótbolta. Reyna mikið að spila sig í gegnum lið. Þetta er lið með góða liðsheild en engu að síður hörku einstaklinga“ sagði Ólafur einnig en vildi ekki nefna neinn sérstaklega hættulegan leikmann hjá Strasbourg. Í því samhengi má þó nefna leikmenn eins og Valentín Barco og Julio Enciso, sem voru hjá Brighton í fyrra. Eða Ben Chilwell, sem kom frá venslaliðinu Chelsea. Jafnvel vængbakverðina Diego Moreira og Guéla Doué, eða fyrirliðann sem spilar fremst, Emmanuel Emegha. „Það eru hörku einstaklingar í hverri stöðu, þannig að það er svosem enginn sem maður horfir sérstaklega til, þetta eru allt mjög öflugir fótboltamenn.“ Vonast eftir vanmati Þó líkurnar séu sannarlega ekki með Breiðablik í liði þá getur auðvitað allt gerst í fótbolta. Sérstaklega þegar sigurstranglegra liðið er búið að tryggja sig áfram í sextán liða úrslit og gæti vanmetið lítilmagnann. „Það er bara vatn á okkur myllu. Við höfum engu að tapa og ég held að það sé lykillinn í þessu í dag fyrir okkur. Við þurfum bara að keyra á þetta… Við viljum fara brattir inn í þennan leik, stíga á þá og reyna að pressa á þá. Þetta er lið sem vill spila frá marki og tekur ákveðnar áhættur í því, þannig að við mætum aggressívir og ætlum að setja þá undir pressu, svo þurfum við að sjá bara hvernig það gengur.“ Nánar verður rætt við Ólaf Inga um leik kvöldsins og meiðslavandræði liðsins í Sportpakka Sýnar. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Sjá meira
Eftir sigur gegn Shamrock Rovers í síðustu umferð eru Blikarnir með fimm stig úr fimm leikjum, rétt fyrir utan efstu 24 sætin. Sénsinn á umspili er enn til staðar en þá dugir ekkert minna en sigur. „Þeir eru klárlega sigurstranglegri“ sagði þjálfari Breiðabliks, Ólafur Ingi Skúlason, um toppliðið sem hefur ekki enn tapað leik í Sambandsdeildinni og lagði Crystal Palace í síðasta heimaleik. „Þetta er mjög öflugt, ungt og vel þjálfað lið. Þeir spila mjög sóknarþenkjandi og skemmtilegan fótbolta. Reyna mikið að spila sig í gegnum lið. Þetta er lið með góða liðsheild en engu að síður hörku einstaklinga“ sagði Ólafur einnig en vildi ekki nefna neinn sérstaklega hættulegan leikmann hjá Strasbourg. Í því samhengi má þó nefna leikmenn eins og Valentín Barco og Julio Enciso, sem voru hjá Brighton í fyrra. Eða Ben Chilwell, sem kom frá venslaliðinu Chelsea. Jafnvel vængbakverðina Diego Moreira og Guéla Doué, eða fyrirliðann sem spilar fremst, Emmanuel Emegha. „Það eru hörku einstaklingar í hverri stöðu, þannig að það er svosem enginn sem maður horfir sérstaklega til, þetta eru allt mjög öflugir fótboltamenn.“ Vonast eftir vanmati Þó líkurnar séu sannarlega ekki með Breiðablik í liði þá getur auðvitað allt gerst í fótbolta. Sérstaklega þegar sigurstranglegra liðið er búið að tryggja sig áfram í sextán liða úrslit og gæti vanmetið lítilmagnann. „Það er bara vatn á okkur myllu. Við höfum engu að tapa og ég held að það sé lykillinn í þessu í dag fyrir okkur. Við þurfum bara að keyra á þetta… Við viljum fara brattir inn í þennan leik, stíga á þá og reyna að pressa á þá. Þetta er lið sem vill spila frá marki og tekur ákveðnar áhættur í því, þannig að við mætum aggressívir og ætlum að setja þá undir pressu, svo þurfum við að sjá bara hvernig það gengur.“ Nánar verður rætt við Ólaf Inga um leik kvöldsins og meiðslavandræði liðsins í Sportpakka Sýnar.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Sjá meira
Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00