„Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2025 17:00 Kenýumaðurinn David Munuya skrifaði söguna síðdegis. Andrew Redington/Getty Images Kenýumaðurinn David Munuya kom sá og sigraði á HM í pílukasti síðdegis. Hann var fyrsti Kenýumaðurinn í sögunni til að stíga á stokk í Alexandra Palace en var ekki mættur til þess eins að taka þátt. Munuya var bersýnilega stressaður þegar hann mætti Belganum Mike De Decker, sem er sextándi á heimslista. Munuya fékk sína sénsa en stressaðist upp þegar útkastið bauðst og lenti 2-0 undir í settum og virtist ljóst að honum yrði sópað úr leik. Another class Walk-on at the Palace 🤩David Munyua bringing the moves on his debut 🕺Will the Kenyan be the first to win on the Ally Pally stage? pic.twitter.com/HX2d04wKq9— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 Þá mistaldi hann oftar en einu sinni eftir því sem pressan jókst, auk þess að verða fyrir árás geitungsins fræga í höllinni. WHAT IS HAPPENING HERE? David Munyua has won a set, hit six perfect darts, miscounted twice and been attacked by the Ally Pally wasp in the space of five minutes!RIDICULOUS! 📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/6WugIMzlOy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 Það er hins vegar mikið í Kenýumanninn spunnið. Hann hélt sínu striki og fékk stúkuna með sér á sitt band. De Decker missti hausinn eftir að óþekkti mótherjinn komst á flug og Munuya vann leikinn 3-2 eftir hreint ótrúlega skemmtun á Sýn Sport Viaplay í síðdegið. MUNYUA MAKES HISTORY! 🇰🇪INCREDIBLE!David Munyua produces one of the biggest shocks in World Championship history to dump out Mike De Decker!What a moment for Kenyan darts!#WCDarts | R1 pic.twitter.com/XRkKcaErfd— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 „Þetta er ein stærsta sagan á HM í pílukasti. Þetta er eitt stærsta sjokkið í sögu mótsins. Þetta er eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er. David Munyua – hneigðu þig!“ sagði enski lýsandinn þegar sigur Munuya var vís. Kenýumaðurinn var ekki sá eini sem kom á óvart í dag en lítt þekktur Japani að nafni Motomu Sakai sópaði Frakkanum Thibault Tricole, sem hlaut silfur á HM 2022, úr keppni með 3-0 sigri í settum. HM í pílukasti er hvergi nærri lokið í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen mætir til leiks í kvöld líkt og Englendingurinn Dave Chisnall, ásamt fleirum. Viðureignir kvöldsins eru: Jermaine Wattimena (Holland) - Dominik Grullich (Þýskaland) Dave Chisnall (England) - Fallon Sherrock (England) Michael van Gerwen (Holland) - Mitsuhiko Tatsunami (Japan) Krzysztof Ratajaski (Pólland) - Alexis Toylo (Filippseyjar) Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 18:55 í kvöld á Sýn Sport Viaplay. Pílukast Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira
Munuya var bersýnilega stressaður þegar hann mætti Belganum Mike De Decker, sem er sextándi á heimslista. Munuya fékk sína sénsa en stressaðist upp þegar útkastið bauðst og lenti 2-0 undir í settum og virtist ljóst að honum yrði sópað úr leik. Another class Walk-on at the Palace 🤩David Munyua bringing the moves on his debut 🕺Will the Kenyan be the first to win on the Ally Pally stage? pic.twitter.com/HX2d04wKq9— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 Þá mistaldi hann oftar en einu sinni eftir því sem pressan jókst, auk þess að verða fyrir árás geitungsins fræga í höllinni. WHAT IS HAPPENING HERE? David Munyua has won a set, hit six perfect darts, miscounted twice and been attacked by the Ally Pally wasp in the space of five minutes!RIDICULOUS! 📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/6WugIMzlOy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 Það er hins vegar mikið í Kenýumanninn spunnið. Hann hélt sínu striki og fékk stúkuna með sér á sitt band. De Decker missti hausinn eftir að óþekkti mótherjinn komst á flug og Munuya vann leikinn 3-2 eftir hreint ótrúlega skemmtun á Sýn Sport Viaplay í síðdegið. MUNYUA MAKES HISTORY! 🇰🇪INCREDIBLE!David Munyua produces one of the biggest shocks in World Championship history to dump out Mike De Decker!What a moment for Kenyan darts!#WCDarts | R1 pic.twitter.com/XRkKcaErfd— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2025 „Þetta er ein stærsta sagan á HM í pílukasti. Þetta er eitt stærsta sjokkið í sögu mótsins. Þetta er eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er. David Munyua – hneigðu þig!“ sagði enski lýsandinn þegar sigur Munuya var vís. Kenýumaðurinn var ekki sá eini sem kom á óvart í dag en lítt þekktur Japani að nafni Motomu Sakai sópaði Frakkanum Thibault Tricole, sem hlaut silfur á HM 2022, úr keppni með 3-0 sigri í settum. HM í pílukasti er hvergi nærri lokið í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen mætir til leiks í kvöld líkt og Englendingurinn Dave Chisnall, ásamt fleirum. Viðureignir kvöldsins eru: Jermaine Wattimena (Holland) - Dominik Grullich (Þýskaland) Dave Chisnall (England) - Fallon Sherrock (England) Michael van Gerwen (Holland) - Mitsuhiko Tatsunami (Japan) Krzysztof Ratajaski (Pólland) - Alexis Toylo (Filippseyjar) Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 18:55 í kvöld á Sýn Sport Viaplay.
Pílukast Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira