Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Gjafabréf.is 19. desember 2025 14:11 „Fegurðin við þetta er að einfalda þennan hausverk um hvað á að gefa. Þetta er ein gjöf en með endalausa notkunarmöguleika.“ „Það á að vera einfalt að gefa og þiggja og það er okkar nálgun, einföld að öllu leiti og notendavæn,“ segir Una María Unnarsdóttir, sölu og markaðsstjóri splunkunýrra rafrænna gjafabréfa sem komu á markaðinn í lok nóvember. Fjöldi samstarfsaðila um allt land Gjafabréf.is eru í samstarfi við yfir tvö hundruð verslanir, veitingastaði, hótel og þjónustuaðila um allt land. Úrvalið er fjölbreytt svo þau sem eru svo heppin að fá sms eða tölvupóst með gjafakorti ættu að finna sér eitthvað sem hentar. Hægt er að greiða með kortinu hjá ólíkum samstarfsaðilum þar til það klárast en kortið gildir í 4 ár. „Kaupandinn getur líka sent gjafabréfið á sjálfan sig og prentað út og svo afhent það í umslagi. Við erum með hörð gjafaumslög sem er fallegt að nota og margir eru að nýta það fyrir jólin,“ segir Una og bætir við að gjafabréfin geti heldur betur létt á jólastressinu. „Fegurðin við þetta er að einfalda þennan hausverk um hvað á að gefa. Þetta er ein gjöf en með endalausa notkunarmöguleika.“ Ekkert app, ekkert ves Einfaldleikinn er aðalatriði hjá Gjafabréf.is, ekki þarf að sækja neitt app heldur smellir viðtakandinn á hlekkinn í skilaboðunum eða tölvupóstinum og setur gjafabréfið beint í kortaveskið sitt, Apple eða Google Wallet. Kaupandinn velur upphæðina sem á að gefa og engin takmörk eru á hversu há eða lág upphæð er sett inn. Einnig er hægt að setja persónulega kveðju með sem birtist í skilaboðunum eða í tölvupóstinum. Þá er hægt að tímastilla hvenær viðtakandinn fær gjöfina. „Þá er til dæmis hægt að stilla gjöfina þannig að hún poppi upp í sms á aðfangadag, til dæmis á hádegi eða hvenær sem er. Við finnum fyrir miklum áhuga á gjafakortunum enda hentar svona lausn vel í nútímasamfélagi þar sem hraðinn er mikill, fólk vill þægindi og rafrænar lausnir auk þess sem fólk hefur yfirleitt sterkar skoðanir á því hvað það kýs að eiga og vill velja sjálft. Fyrirtæki um allt land eru að nýta sér gjafakortin til starfsmanna og möguleikann á að tímastilla þau, ekki bara á jólum heldur líka á afmælisdögum starfsmanna.“ Fyrir djammarann og drottinguna „Til að gera gjafakortin örlítið persónulegri þá bættum við smá húmor inn og flokkuðum samstarfsaðila niður á nokkra karaktera. Til dæmis Djammarinn, það gæti verið fyndin gjöf til einhvers sem djammar mikið, nú eða til einhvers sem þér finnst að mætti djamma meira,“ segir Una en undir hverjum karakter á síðunni eru samstarfsaðilar sem bjóða upp á eitthvað sem hentar viðkomandi karakter; Djammarinn, Drottningin, Sælkerinn, Flakkarinn og fleiri. Dæmi um samstarfsaðila Gjafabréf.is eru 66°Norður, Epal, Ormsson, Skór.is, Fosshótel, Hagkaup, Hreyfing og Hvammsvík svo aðeins fáein séu nefnd. Þó Gjafabréf.is sé nýtt á markaði byggir það á traustum grunni. „Gjafabréf.is byggir á 14 ára reynslu Óskaskríns á gjafabréfamarkaði og við notum gögn og hugbúnað sem komin er mjög góð reynsla á,“ segir Una. Jól Neytendur Verslun Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Sjá meira
Fjöldi samstarfsaðila um allt land Gjafabréf.is eru í samstarfi við yfir tvö hundruð verslanir, veitingastaði, hótel og þjónustuaðila um allt land. Úrvalið er fjölbreytt svo þau sem eru svo heppin að fá sms eða tölvupóst með gjafakorti ættu að finna sér eitthvað sem hentar. Hægt er að greiða með kortinu hjá ólíkum samstarfsaðilum þar til það klárast en kortið gildir í 4 ár. „Kaupandinn getur líka sent gjafabréfið á sjálfan sig og prentað út og svo afhent það í umslagi. Við erum með hörð gjafaumslög sem er fallegt að nota og margir eru að nýta það fyrir jólin,“ segir Una og bætir við að gjafabréfin geti heldur betur létt á jólastressinu. „Fegurðin við þetta er að einfalda þennan hausverk um hvað á að gefa. Þetta er ein gjöf en með endalausa notkunarmöguleika.“ Ekkert app, ekkert ves Einfaldleikinn er aðalatriði hjá Gjafabréf.is, ekki þarf að sækja neitt app heldur smellir viðtakandinn á hlekkinn í skilaboðunum eða tölvupóstinum og setur gjafabréfið beint í kortaveskið sitt, Apple eða Google Wallet. Kaupandinn velur upphæðina sem á að gefa og engin takmörk eru á hversu há eða lág upphæð er sett inn. Einnig er hægt að setja persónulega kveðju með sem birtist í skilaboðunum eða í tölvupóstinum. Þá er hægt að tímastilla hvenær viðtakandinn fær gjöfina. „Þá er til dæmis hægt að stilla gjöfina þannig að hún poppi upp í sms á aðfangadag, til dæmis á hádegi eða hvenær sem er. Við finnum fyrir miklum áhuga á gjafakortunum enda hentar svona lausn vel í nútímasamfélagi þar sem hraðinn er mikill, fólk vill þægindi og rafrænar lausnir auk þess sem fólk hefur yfirleitt sterkar skoðanir á því hvað það kýs að eiga og vill velja sjálft. Fyrirtæki um allt land eru að nýta sér gjafakortin til starfsmanna og möguleikann á að tímastilla þau, ekki bara á jólum heldur líka á afmælisdögum starfsmanna.“ Fyrir djammarann og drottinguna „Til að gera gjafakortin örlítið persónulegri þá bættum við smá húmor inn og flokkuðum samstarfsaðila niður á nokkra karaktera. Til dæmis Djammarinn, það gæti verið fyndin gjöf til einhvers sem djammar mikið, nú eða til einhvers sem þér finnst að mætti djamma meira,“ segir Una en undir hverjum karakter á síðunni eru samstarfsaðilar sem bjóða upp á eitthvað sem hentar viðkomandi karakter; Djammarinn, Drottningin, Sælkerinn, Flakkarinn og fleiri. Dæmi um samstarfsaðila Gjafabréf.is eru 66°Norður, Epal, Ormsson, Skór.is, Fosshótel, Hagkaup, Hreyfing og Hvammsvík svo aðeins fáein séu nefnd. Þó Gjafabréf.is sé nýtt á markaði byggir það á traustum grunni. „Gjafabréf.is byggir á 14 ára reynslu Óskaskríns á gjafabréfamarkaði og við notum gögn og hugbúnað sem komin er mjög góð reynsla á,“ segir Una.
Jól Neytendur Verslun Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Sjá meira