Golf

Guð­rún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnis­rétt á LET

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekki vantaði mikið til að Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér fullan keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
Ekki vantaði mikið til að Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér fullan keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. getty/Seb Daly

Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir var hársbreidd frá því að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi.

Lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina fór fram í Marokkó og fyrir lokahringinn ríkti mikil spenna um hvort Guðrúnu tækist að vera meðal tuttugu efstu kvenna.

Guðrún lék á 71 höggi í dag, eða á einu höggi undir pari. Hún lék hringina fjóra á samtals átta höggum undir pari og endaði í 24.-29. sæti og var tveimur höggum frá því að lenda í 16.-20. sæti og komast þar með inn á Evrópumótaröðina.

Ragnhildur Kristinsdóttir lék einnig á einu höggi undir pari í dag og samtals á tveimur höggum undir pari. Hún endaði í 66.-73. sæti.

Andrea Bergsdóttir lenti í 127.-130. sæti á samtals sjö höggum yfir pari og Hulda Clara Gestsdóttir varð í 150.-152. sæti á samtals fimmtán höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×