Sakaður um svindl á HM í pílukasti Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2025 20:31 Mensur Suljovic fagnaði sigri gegn Joe Cullen á HM í dag Vísir/Getty Austurríkismaðurinn Mensur Suljovic hefur verið sakaður um svindl á HM í pílukasti af andstæðingi sínum í 2.umferð mótsins, Joe Cullen. Suljovic og Cullen mættust í Alexandra Palace í dag þar sem að Suljovic fór með 3-1 sigur af hólmi og tryggði sér þar með sæti í næstu umferð en Cullen er úr leik í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Eftir viðureign þeirra lét Cullen í ljós óánægju sína með spilamennsku Suljovic og sakaði hann um svindl með því að hafa vísvitandi hægt á leiknum með því að taka sér sinn tíma til þess að kasta pílunum þremur í hverri umferð og reyna þannig að hafa áhrif á þann takt sem Cullen hafi reynt að halda milli kastumferða hjá sér. „Ef þetta er pílukast þá vil ég ekki taka þátt í þessu,“ sagði Cullen í færslu á samfélagsmiðlinum X. Segir Cullen að í þessu kristallist kannski munurinn á þeim kynslóðum sem eru ríkjandi í pílukast heiminum þessi misserin. „Gamli skólinn mun kannski segja að þetta sé hluti af leiknum, þið getið orðað þetta eins og þið viljið. Þetta er bara svindl. Þetta er allavegana ekki pílukast.“ Sjálfur gefur Suljovic lítið fyrir ásakanir Cullen. Aldrei reyni hann vísvitandi að hægja á leiknum og reyna þar með að ögra andstæðingi sínum. „Þetta er bara minn leikstíll,“ sagði Suljovic sem bætti við að hann elskaði Cullen. PDC pílukastsambandið sem stendur fyrir heimsmeistaramótinu er ekki með ákveðna reglu sem snýr að hraða leiksins. En það að vísvitandi reyna að hægja á leiknum til þess að koma andstæðingnum úr jafnvægi er talin vera óíþróttamannsleg hegðun í augum sambandsins og gæti verið á skjön við aðrar reglur í regluverki þess. En ekkert bendir þó til þess að það hafi verið raunin í þessu tilfelli og engar fregnir borist af því að PDC muni taka ásakanir Cullen á samfélagsmiðlum í garð Suljovic fyrir. Pílukast Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Suljovic og Cullen mættust í Alexandra Palace í dag þar sem að Suljovic fór með 3-1 sigur af hólmi og tryggði sér þar með sæti í næstu umferð en Cullen er úr leik í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Eftir viðureign þeirra lét Cullen í ljós óánægju sína með spilamennsku Suljovic og sakaði hann um svindl með því að hafa vísvitandi hægt á leiknum með því að taka sér sinn tíma til þess að kasta pílunum þremur í hverri umferð og reyna þannig að hafa áhrif á þann takt sem Cullen hafi reynt að halda milli kastumferða hjá sér. „Ef þetta er pílukast þá vil ég ekki taka þátt í þessu,“ sagði Cullen í færslu á samfélagsmiðlinum X. Segir Cullen að í þessu kristallist kannski munurinn á þeim kynslóðum sem eru ríkjandi í pílukast heiminum þessi misserin. „Gamli skólinn mun kannski segja að þetta sé hluti af leiknum, þið getið orðað þetta eins og þið viljið. Þetta er bara svindl. Þetta er allavegana ekki pílukast.“ Sjálfur gefur Suljovic lítið fyrir ásakanir Cullen. Aldrei reyni hann vísvitandi að hægja á leiknum og reyna þar með að ögra andstæðingi sínum. „Þetta er bara minn leikstíll,“ sagði Suljovic sem bætti við að hann elskaði Cullen. PDC pílukastsambandið sem stendur fyrir heimsmeistaramótinu er ekki með ákveðna reglu sem snýr að hraða leiksins. En það að vísvitandi reyna að hægja á leiknum til þess að koma andstæðingnum úr jafnvægi er talin vera óíþróttamannsleg hegðun í augum sambandsins og gæti verið á skjön við aðrar reglur í regluverki þess. En ekkert bendir þó til þess að það hafi verið raunin í þessu tilfelli og engar fregnir borist af því að PDC muni taka ásakanir Cullen á samfélagsmiðlum í garð Suljovic fyrir.
Pílukast Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira