Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. desember 2025 20:42 Vestmannaeyjabær á Vestmannaeyjar. Vísir/Vilhelm Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli. Vestmannaeyjabær krafðist þess að viðurkenndur yrði beinn eignarréttur að öllum eyjum og skerjum sem tilheyra Vestmannaeyjum samkvæmt afsali sem var þinglýst þann 17. nóvember 1960. Um er að ræða Heimaey, að frátaldri vitajörðinni Stórhöfða, Elliðaey, Bjarnarey, Suðurey, Brand, Álsey, Hellisey, Geldung, Súlnasker, Geirfuglasker, smáeyjurnar Hani, Hæni, Hrauney og Grasleysa og sker og drangar þar, Þrídranga, Faxasker og önnur nafngreind rif, sker og drangar í nágrenni eyjanna. Í úrskurðinum er saga Vestmannaeyja reifuð frá því að Ingólfur Arnarsson elti þræla sem myrtu bróður hans til eyjanna og hefndi sín. Einnig er komið inn á að Herjólfur Bárðarson hafi fyrst byggt Vestmannaeyjar og bjó í Herjólfsdal. Sagan er rakin til ársins 1960 þegar ríkið seldi Vestmannaeyjar til Vestmannaeyjabæjar og í meðferð Alþingis á málinu kom fram að salan tæki ekki einungis til eyjanna heldur einnig úteyjanna. „Við erum mjög glöð, þetta var fullnaðarsigur. Auðvitað sigur í stórskrýtnu máli sem hefði kannski aldrei átt að fara af stað í upphafi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vildu fyrst brekkurnar í Herjólfsdal Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og hafði þau markmið að kanna og skera úr um hvaða land teljist til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Síðasti úrskurður nefndarinnar, um eyjar og sker, var kveðinn upp í dag og hefur hún því lokið störfum sínum. Upphaflega krafðist íslenska ríkið, þann 2. febrúar 2024, að allar eyjur og sker við landið, að þeim undanskildum sem sérstaklega voru tilgreindar utan kröfu þess, yrðu að þjóðlandi. Kröfurnar voru tvisvar sinnum endurskoðaðar og í bæði skiptin fallið frá kröfum til fjölda eyja og skerja. Íris segist aldrei hafa skilið hvers vegna ríkið hafi sóst eftir eyjunum en skýrt sé að þær séu í eigu Vestmannaeyjarbæjar. Íslenska ríkið hafi fyrst krafist að gera Heimaklett, brekkurnar í Herjólfsdal og Eldfell að þjóðlendi en þær kröfur voru síðan dregnar til baka. „Í þeim kröfum sem var dæmt í vildu þeir allar úteyjar og sker. Það er það sem við vildum ekki, vegna þess að það var þannig að Vestmannaeyingar keyptu Vestmannaeyjar á sínum tíma,“ segir Íris. „Fjármálaráðherra fékk leyfi til að selja Vestmannaeyingum Vestmannaeyjar. Þess vegna skildum við ekki af hverju ríkið var að gera kröfu í eitthvað sem við höfðum þegar keypt. Það er ástæðan fyrir því að við gáfum okkur ekkert í þessu og vorum mjög hissa yfir þessum kröfum.“ Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jarða- og lóðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Vestmannaeyjabær krafðist þess að viðurkenndur yrði beinn eignarréttur að öllum eyjum og skerjum sem tilheyra Vestmannaeyjum samkvæmt afsali sem var þinglýst þann 17. nóvember 1960. Um er að ræða Heimaey, að frátaldri vitajörðinni Stórhöfða, Elliðaey, Bjarnarey, Suðurey, Brand, Álsey, Hellisey, Geldung, Súlnasker, Geirfuglasker, smáeyjurnar Hani, Hæni, Hrauney og Grasleysa og sker og drangar þar, Þrídranga, Faxasker og önnur nafngreind rif, sker og drangar í nágrenni eyjanna. Í úrskurðinum er saga Vestmannaeyja reifuð frá því að Ingólfur Arnarsson elti þræla sem myrtu bróður hans til eyjanna og hefndi sín. Einnig er komið inn á að Herjólfur Bárðarson hafi fyrst byggt Vestmannaeyjar og bjó í Herjólfsdal. Sagan er rakin til ársins 1960 þegar ríkið seldi Vestmannaeyjar til Vestmannaeyjabæjar og í meðferð Alþingis á málinu kom fram að salan tæki ekki einungis til eyjanna heldur einnig úteyjanna. „Við erum mjög glöð, þetta var fullnaðarsigur. Auðvitað sigur í stórskrýtnu máli sem hefði kannski aldrei átt að fara af stað í upphafi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vildu fyrst brekkurnar í Herjólfsdal Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og hafði þau markmið að kanna og skera úr um hvaða land teljist til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Síðasti úrskurður nefndarinnar, um eyjar og sker, var kveðinn upp í dag og hefur hún því lokið störfum sínum. Upphaflega krafðist íslenska ríkið, þann 2. febrúar 2024, að allar eyjur og sker við landið, að þeim undanskildum sem sérstaklega voru tilgreindar utan kröfu þess, yrðu að þjóðlandi. Kröfurnar voru tvisvar sinnum endurskoðaðar og í bæði skiptin fallið frá kröfum til fjölda eyja og skerja. Íris segist aldrei hafa skilið hvers vegna ríkið hafi sóst eftir eyjunum en skýrt sé að þær séu í eigu Vestmannaeyjarbæjar. Íslenska ríkið hafi fyrst krafist að gera Heimaklett, brekkurnar í Herjólfsdal og Eldfell að þjóðlendi en þær kröfur voru síðan dregnar til baka. „Í þeim kröfum sem var dæmt í vildu þeir allar úteyjar og sker. Það er það sem við vildum ekki, vegna þess að það var þannig að Vestmannaeyingar keyptu Vestmannaeyjar á sínum tíma,“ segir Íris. „Fjármálaráðherra fékk leyfi til að selja Vestmannaeyingum Vestmannaeyjar. Þess vegna skildum við ekki af hverju ríkið var að gera kröfu í eitthvað sem við höfðum þegar keypt. Það er ástæðan fyrir því að við gáfum okkur ekkert í þessu og vorum mjög hissa yfir þessum kröfum.“
Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jarða- og lóðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent