„Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2025 09:00 Helgi Hrafn segir slaufunarmenninguna og vókið hafa verið eineltismenningu, það sé ofbeldi sem eigi aldrei rétt á sér. vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti í gærkvöldi eins konar uppgjörspistil við slaufunaræðið sem gekk yfir Ísland fyrir nokkrum árum – það hafi ekki verið í lagi. „Þetta var ofbeldismenning, þar sem stórir hópar af fólki tóku sig beinlínis saman og markvisst og meðvitað meiddu og skemmdu fyrir fólki sem það var ósammála. Spennan og hetjustælarnir sem fylgdu voru stundum ógnvænlegir. Þvílíka kátínan yfir því að hafa tortímt einhverjum,“ segir Helgi meðal annars í pistli sínum. Snarbrjálað og illa innrætt fólk nær yfirhöndinni Helgi Hrafn segist þekkja vókið og slaufunaræðið harla vel, hann hafi verið í þessu miðju en því miður haldið sig að mestu til hlés. Hann segist skammast sín fyrir það. Helgi rekur aðgerðarleysi sitt að mestu til hrottalegs eineltis sem hann hafi orðið fyrir í æsku. Hann hafi einfaldlega ekki hætt sér í þessa hakkavél. „Ef maður sagði nokkurn skapaðan hlut sem var fræðilega, hugsanlegt hægt að skilja á einhvern annan hátt heldur en veg helstu byltingarforingjanna, þá tók sig til hópur sem beinlínis vildi eyðileggja allt fyrir manni. Allt saman. Félagslífið, fjölskylduna, vinnuna, allt.“ Að sögn Helga Hrafns gerist þetta stundum í mannlegu samfélagi, að „krítískur massi af snarbrjáluðu fólki“ nái einhvern veginn yfirhöndinni. Og að það komist tímabundið í tísku að vera fullkomlega ógeðslegur við annað fólk. „Að sjálfsögðu alltaf með einhverjum helvítis réttlætingum um að allir eigi þetta skilið. En þótt að auðvitað lentu allskonar drullusokkar í þessu líka, ekki bara blásaklaust fólk, þá var þetta samt ofbeldishegðun og hún er ekki í lagi.“ Risavaxnir hópar af eineltisseggjum Kveikja pistilsins virðast hafa verið hugleiðingar Björns Levís Gunnarssonar sem vildi gagnrýna viðtal Sölva Tryggvasonar við Hlédísi Maren Guðmundsdóttur félagsfræðing sem segir mikla vanmáttarkennd og ójafnvægi hafa einkennt mikið af vinstra fólki á undanförnum árum. Björn Leví vildi meina að það kvæði allt eins rammt að eineltis- og útilokunarárátta á hægri væng en Helgi Hrafn sagði það fráleitt vera svo. Hann þekkti kúgunina ágætlega, bæði vinstra og hægra megin frá og hún væri miklu stækari til vinstri. „Slaufunaræðið sem gekk hérna fyrir nokkrum árum sérstaklega, var ofbeldismenning. Það var beinlínis ætlunin að meiða og særa og eyðileggja fyrir fólki sem var ósammála fyrir það eitt að vera ósammála. Það voru allir sem sýndu ekki strax hlýðni við byltinguna málaðir upp sem einhverjir svikarar og síðan gengu risavaxnir hópar af eineltisseggjum í að eyðileggja eins mikið fyrir þeim og mögulegt var.“ Helgi Hrafn segist hafa séð þetta sjálfur og hann hafi sýnt því meðvirkni, nokkuð sem hann sjái mikið eftir í dag. Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
„Þetta var ofbeldismenning, þar sem stórir hópar af fólki tóku sig beinlínis saman og markvisst og meðvitað meiddu og skemmdu fyrir fólki sem það var ósammála. Spennan og hetjustælarnir sem fylgdu voru stundum ógnvænlegir. Þvílíka kátínan yfir því að hafa tortímt einhverjum,“ segir Helgi meðal annars í pistli sínum. Snarbrjálað og illa innrætt fólk nær yfirhöndinni Helgi Hrafn segist þekkja vókið og slaufunaræðið harla vel, hann hafi verið í þessu miðju en því miður haldið sig að mestu til hlés. Hann segist skammast sín fyrir það. Helgi rekur aðgerðarleysi sitt að mestu til hrottalegs eineltis sem hann hafi orðið fyrir í æsku. Hann hafi einfaldlega ekki hætt sér í þessa hakkavél. „Ef maður sagði nokkurn skapaðan hlut sem var fræðilega, hugsanlegt hægt að skilja á einhvern annan hátt heldur en veg helstu byltingarforingjanna, þá tók sig til hópur sem beinlínis vildi eyðileggja allt fyrir manni. Allt saman. Félagslífið, fjölskylduna, vinnuna, allt.“ Að sögn Helga Hrafns gerist þetta stundum í mannlegu samfélagi, að „krítískur massi af snarbrjáluðu fólki“ nái einhvern veginn yfirhöndinni. Og að það komist tímabundið í tísku að vera fullkomlega ógeðslegur við annað fólk. „Að sjálfsögðu alltaf með einhverjum helvítis réttlætingum um að allir eigi þetta skilið. En þótt að auðvitað lentu allskonar drullusokkar í þessu líka, ekki bara blásaklaust fólk, þá var þetta samt ofbeldishegðun og hún er ekki í lagi.“ Risavaxnir hópar af eineltisseggjum Kveikja pistilsins virðast hafa verið hugleiðingar Björns Levís Gunnarssonar sem vildi gagnrýna viðtal Sölva Tryggvasonar við Hlédísi Maren Guðmundsdóttur félagsfræðing sem segir mikla vanmáttarkennd og ójafnvægi hafa einkennt mikið af vinstra fólki á undanförnum árum. Björn Leví vildi meina að það kvæði allt eins rammt að eineltis- og útilokunarárátta á hægri væng en Helgi Hrafn sagði það fráleitt vera svo. Hann þekkti kúgunina ágætlega, bæði vinstra og hægra megin frá og hún væri miklu stækari til vinstri. „Slaufunaræðið sem gekk hérna fyrir nokkrum árum sérstaklega, var ofbeldismenning. Það var beinlínis ætlunin að meiða og særa og eyðileggja fyrir fólki sem var ósammála fyrir það eitt að vera ósammála. Það voru allir sem sýndu ekki strax hlýðni við byltinguna málaðir upp sem einhverjir svikarar og síðan gengu risavaxnir hópar af eineltisseggjum í að eyðileggja eins mikið fyrir þeim og mögulegt var.“ Helgi Hrafn segist hafa séð þetta sjálfur og hann hafi sýnt því meðvirkni, nokkuð sem hann sjái mikið eftir í dag.
Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira