Sport

Ó­trú­legur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“

Sindri Sverrisson skrifar
Justin Hood fagnaði vel eftir sigurinn magnaða.
Justin Hood fagnaði vel eftir sigurinn magnaða. Getty/Adam Davy

Englendingurinn Justin Hood sló á létta strengi eftir afar óvæntan og hreint ótrúlegan sigur sinn á sjötta manni heimslistans, Danny Noppert, á HM í pílukasti í dag.

Hood og Noppert mættust í kvöld í besta leik HM til þessa, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir bráðabana í oddasetti, þar sem Hood vann að lokum 6-5.

Hood er nýliði á mótinu en aðspurður hvernig honum hefði tekist að takast á við taugastríðið í bráðabananum stóð ekki á svörum:

„Ég er mjög tregur [e. thick] svo pressan nær ekki til mín. Ef að þetta er nógu gott þá er það nógu gott,“ sagði Hood við Sky Sports, léttur í bragði.

„Þetta var góður leikur eins og ég vissi að hann yrði. Hann [Noppert] er klassaspilari. Ég gaf honum tækifæri sem hann nýtti en ég vann og það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Hood.

Hann var einn af átta keppendum sem í dag tryggðu sér sæti í 32 manna úrslitunum, á síðasta keppnisdeginum fyrir örstutt jólafrí áður en þráðurinn verður tekinn upp að nýju á laugardaginn. Þá hefjast 32 manna úrslitin með sex leikjum.

Gary Anderson og Michael van Gerwen komust einnig áfram í kvöld, sem og Josh Rock en hér að neðan má sjá úrslit dagsins.

Úrslitin í dag:

  • Jonny Tata – Ryan Meikle 2-3
  • Daryl Gurney – Callan Rydz 2-3
  • Jermaine Wattimena – Scott Williams 3-2
  • Peter Wright – Arno Merk 0-3
  • Danny Noppert – Justin Hood 2-3
  • Gary Anderson – Connor Scutt 3-1
  • Michael van Gerwen – William O‘Connor 3-1
  • Josh Rock – Joe Comito 3-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×