Körfubolti

Jóla­gleði í Garðinum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jaylon Tyson reynir að verjast Jalen Brunson sem var stigahæstur Knicksara, að venju.
Jaylon Tyson reynir að verjast Jalen Brunson sem var stigahæstur Knicksara, að venju. Pamela Smith/Getty Images

Það var engin gleði hjá New York Knicks sem þurfti að þola tap í hádegisleiknum á jóladag í Madison Square Garden í stóra eplinu.

Fimm leikir fara fram í NBA-deildinni á jóladag og verða langt fram eftir nóttu. Cleveland Cavaliers var í heimsókn hjá New York Knickerbockers í fyrsta leiknum sem hófst á hádegi að staðartíma.

Þar voru að mætast tveir af stigahæstu leikmönnum deildarinnar; Jalen Brunson í Knicks og Donovan Mitchell í Cavaliers.

Gestirnir frá Cleveland byrjuðu betyr og röðuðu svoleiðis inn stigum í fyrsta leikhlutanum. Staðan að honum loknum var 38-23 fyrir Cavaliers.

Heimamenn svöruðu hins vegar fyrir sig og leiddu þegar hálfleiksflautið gall, staðan 60-58 fyrir Knicks.

Gestirnir voru með frumkvæðið í seinni hálfleik og náðu 17 stiga forystu snemma í fjórða leikhluta, 103-86

Knicks komust hins vegar á siglingu og söxuðu jafnt og þétt á forskotið með Brunson fremstan í flokki. Þeir reyndust sterkari á lokakaflanum og unnu frækinn 126-124 endurkomusigur.

Brunson hafði því betur gegn Mitchell en stigakeppni þeirra lauk með jafntefli. Báðir skoruðu 34 stig fyrir sitt lið í kvöld en Knicks unnu góðan heimasigur og New York-búar fóru glaðir heim í jólaboðin.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×