Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2025 23:20 Luke Littler er vinsæll og veit af því. Getty/James Fearn Átján ára gamli heimsmeistarinn Luke Littler steig ekki feilspor gegn hinum austurríska Mensur Suljovic, sem er 35 árum eldri, á HM í pílukasti í kvöld. Einn hæst metni keppandinn féll hins vegar afar óvænt úr leik og nú eru sex af sextán efstu mönnum heimslistans úr leik á HM. Enn eru tíu leikir eftir í 32 manna úrslitum en það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum. Engin þó óvæntari en í kvöld þegar Stephen Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, tapaði fyrir James Hurrell sem er í 63. sæti listans. Bunting var dyggilega studdur í Alexandra Palace en það sló þögn á fólkið þegar Hurrell reyndist svo stór hindrun og rúmlega það því hann vann 4-3 sigur. Sex af sextán efstu úr leik Þar með hafa eins og fyrr segir eftirtaldir sex af sextán efstu mönnum heimslistans fallið úr keppni: Stephen Bunting (4. á heimslista) Danny Noppert (6) James Wade (7) Chris Dobey (8) Gerwyn Price (9) Ross Smith (12) Littler átti lokaleik kvöldsins og svitnaði ekki einu sinni, í afar öruggum 4-0 sigri gegn Suljovic sem gat ekki annað en hrist höfuðið og brosað þrátt fyrir tapið. Frammistaða Littler undirstrikar enn hversu sigurstranglegur hann er á mótinu en hann náði að meðaltali 107,09 og náði 180 alls níu sinnum. Littler var með 71% nýtingu í útskotunum þar sem hann var meðal annars fjórum sinnum með yfir 100 og best 124, og viðurkenndi að hann hefði varla séð betri tölur hjá sér. Fyrr í kvöld hélt Svíinn fúlskeggjaði Andreas Harrysson áfram að koma á óvart og sló út Ricardo Pietreczko með 4-3 sigri. Áfram verður keppt í 32 manna úrslitum á morgun og á mánudag en á mánudagskvöldið hefjast svo 16 manna úrslitin. Úrslit dagsins: Wesley Plaisier 3-4 Kryzsztof Ratajski Andrew Gilding 1-4 Luke Woodhouse (25) Jonny Clayton (5) 4-3 Niels Zonneveld Andreas Harrysson 4-3 Ricardo Pietreczko Stephen Bunting (4) 3-4 James Hurrell Luke Littler (1) 4-0 Mensur Suljovic Pílukast Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjá meira
Enn eru tíu leikir eftir í 32 manna úrslitum en það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum. Engin þó óvæntari en í kvöld þegar Stephen Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, tapaði fyrir James Hurrell sem er í 63. sæti listans. Bunting var dyggilega studdur í Alexandra Palace en það sló þögn á fólkið þegar Hurrell reyndist svo stór hindrun og rúmlega það því hann vann 4-3 sigur. Sex af sextán efstu úr leik Þar með hafa eins og fyrr segir eftirtaldir sex af sextán efstu mönnum heimslistans fallið úr keppni: Stephen Bunting (4. á heimslista) Danny Noppert (6) James Wade (7) Chris Dobey (8) Gerwyn Price (9) Ross Smith (12) Littler átti lokaleik kvöldsins og svitnaði ekki einu sinni, í afar öruggum 4-0 sigri gegn Suljovic sem gat ekki annað en hrist höfuðið og brosað þrátt fyrir tapið. Frammistaða Littler undirstrikar enn hversu sigurstranglegur hann er á mótinu en hann náði að meðaltali 107,09 og náði 180 alls níu sinnum. Littler var með 71% nýtingu í útskotunum þar sem hann var meðal annars fjórum sinnum með yfir 100 og best 124, og viðurkenndi að hann hefði varla séð betri tölur hjá sér. Fyrr í kvöld hélt Svíinn fúlskeggjaði Andreas Harrysson áfram að koma á óvart og sló út Ricardo Pietreczko með 4-3 sigri. Áfram verður keppt í 32 manna úrslitum á morgun og á mánudag en á mánudagskvöldið hefjast svo 16 manna úrslitin. Úrslit dagsins: Wesley Plaisier 3-4 Kryzsztof Ratajski Andrew Gilding 1-4 Luke Woodhouse (25) Jonny Clayton (5) 4-3 Niels Zonneveld Andreas Harrysson 4-3 Ricardo Pietreczko Stephen Bunting (4) 3-4 James Hurrell Luke Littler (1) 4-0 Mensur Suljovic
Pílukast Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Bein útsending: Fundur Íslands í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Dagskráin: Big Ben, Skiptiborðið og Körfuboltakvöld ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti