Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2025 14:16 Fulltrúar ráðuneytanna og Geðhjálpar við undirskriftina í dag. Brynja Eldon Svokölluðu Skjólshúsi er ætlað að vera úrræði fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og vonandi lengur að sögn ráðherra. Fimm komast að á hverjum tíma og geta dvalið þar í tvær vikur. Formaður Geðhjálpar er í skýjunum og segir draum að rætast. Í dag skrifuðu félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra undir samstarfssamning við landssamtökin Geðhjálp um stofnun skjólshúss fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára þar sem ráðuneytin tvö leggja til samtals 122 m.kr. á móti 150-180 m.kr. framlagi Geðhjálpar. Stefnt er að því að opna skjólshúsið á fyrri hluta komandi árs. „Þetta er fyrst og síðast hugsað fyrir fólk sem glímir við kvíða og vanlíðan og kannski ekki alveg komið á þann stað að leita sér lækninga hreinlega inni á geðdeildum. Þetta er jafningjagrunnsúrræði þannig að þú átt þarna skjól, átt þarna skjólshús, getur verið í tvær vikur á þínum forsendum að finna þig og athuga hvort að það sé nóg fyrir þig til að fá sjálfsstyrkingu með þínum jafningjum inni í Skjólshúsi eða hvort þú þurfir að leita frekari aðstoðar. Þetta er risaskref í áttina að því að aðstoða fólkið okkar þegar það á við geðrænan vanda að stríða,“ segir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Verið sé að fjölga valmöguleikum fyrir fólk sem glími við vanlíðan. „Þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára. Þá kemur í ljós hvort væntingar okkar til þess séu góðar, sem við trúum að sé því ákallið hefur verið mikið eftir slíku úrræði. Að sjálfsögðu verður áframhald ef allt gengur samkvæmt okkar björtustu vonum - þá munum við aldrei hætta við það, nei, heldur byggja upp enn frekar.“ Fimm komast að á hverjum tíma Í Skjólshúsi verður boðið upp á skammtímadvöl í allt að tvær vikur, einstaklingum að kostnaðarlausu. Í húsinu geta allt að fimm einstaklingar dvalið á hverjum tíma. Öll starfsemi Skjólshússins fer fram á jafningjagrundvelli þar sem allt starfsfólk og stjórn hússins er í höndum einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. „Víða erlendis hefur gefið góða raun að bjóða upp á öruggt athvarf þangað sem fólk getur leitað þegar það treystir sér ekki til þess að vera heima vegna andlegrar krísu. Skjólshús er annar valmöguleiki í geðþjónustu á Íslandi þangað sem fólk getur leitað áður en það telur sig þurfa innlögn á geðdeild eða í staðinn fyrir slíka innlögn. Úrræðið er mikilvægur liður í að efla framboð og bjóða upp á fleiri valmöguleika til að grípa fólk í vanlíðan,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Grunngildi skjólshúsa séu sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins til að ráða eigin lífi, samvinna jafningja og trú á því að vöxtur og bati séu möguleg fyrir alla. Starfsfólk skjólshúss vinnur eftir áfallamiðaðri nálgun, mannúð og mannréttindum. Einstaklingar leita í skjólshúsið á eigin forsendum, þeim er aldrei vísað þangað eða þvingaðir til þátttöku. Fólk sækir sjálft aðstoðina Þá er mikil áhersla lögð á að koma í veg fyrir valdbeitingu. Engir fagaðilar vinni í skjólshúsinu nema þau hafi persónulega reynslu af andlegum áskorunum og séu tilbúin til að nýta hana markvisst í starfinu. Starfsfólk taki ekki ábyrgð á lyfjagjöf og engin eiginleg meðferð fari fram í skjólshúsinu. Starfsfólk Skjólshúss hafi lokið þjálfun í jafningjastuðningi og mæti einstaklingunum með mennskuna í fyrirrúmi. „Gríðarleg þörf er á slíku úrræði þar sem sífellt fleira fólk tekst á við andlegar áskoranir. Hingað til hefur einungis einn valkostur staðið þessum hópi til boða, þegar horft er til sólarhringsdvalar. Skjólshús byggir á annarri hugmyndafræði sem miðlar jafningjareynslu og bata. Ávinningurinn af því að vinna með ofangreindum hætti er sá að fólk fær aðstoðina þegar það leitar sér hjálpar, og á sínum forsendum,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins sé í fyrirrúmi og líklegt að viðkomandi nái fyrr jafnvægi, gefandi tengslum og virkri samfélagsþátttöku. „Að sama skapi verður hér til fjöldi nýrra starfa, bæði hlutastörf og full störf. Störfin bjóða fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum upp á tækifæri til að nýta þekkingu sína til góðs, fara aftur út á vinnumarkað og skapa aukin félagsleg verðmæti, auk fjárhagslegs ávinnings.“ Gleðidagur Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, segir um sannkallaðan gleðidag að ræða. „Við hjá Geðhjálp erum í skýjunum með að þessi draumur okkar margra sé loksins að verða að veruleika. Við erum afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa lagt verkefninu lið með jafn myndarlegum hætti og raun ber vitni.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra segir að með opnun Skjólshúss styrkist heildstæð geðþjónusta og þá með þeim hætti að fólk geti fyrr og á eigin forsendum leitað sér aðstoðar. „Aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. Með stofnun Skjólshúss verður stigið mikilvægt skref í að fjölga valkostum fyrir fólk í andlegri krísu en sambærilegt úrræði hefur ekki verið starfrækt hér á landi áður en Skjólshús er lágþröskuldaúrræði og byggir hugmyndafræði þess á sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og jafningjastuðningi.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Í dag skrifuðu félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra undir samstarfssamning við landssamtökin Geðhjálp um stofnun skjólshúss fyrir fólk í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára þar sem ráðuneytin tvö leggja til samtals 122 m.kr. á móti 150-180 m.kr. framlagi Geðhjálpar. Stefnt er að því að opna skjólshúsið á fyrri hluta komandi árs. „Þetta er fyrst og síðast hugsað fyrir fólk sem glímir við kvíða og vanlíðan og kannski ekki alveg komið á þann stað að leita sér lækninga hreinlega inni á geðdeildum. Þetta er jafningjagrunnsúrræði þannig að þú átt þarna skjól, átt þarna skjólshús, getur verið í tvær vikur á þínum forsendum að finna þig og athuga hvort að það sé nóg fyrir þig til að fá sjálfsstyrkingu með þínum jafningjum inni í Skjólshúsi eða hvort þú þurfir að leita frekari aðstoðar. Þetta er risaskref í áttina að því að aðstoða fólkið okkar þegar það á við geðrænan vanda að stríða,“ segir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Verið sé að fjölga valmöguleikum fyrir fólk sem glími við vanlíðan. „Þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára. Þá kemur í ljós hvort væntingar okkar til þess séu góðar, sem við trúum að sé því ákallið hefur verið mikið eftir slíku úrræði. Að sjálfsögðu verður áframhald ef allt gengur samkvæmt okkar björtustu vonum - þá munum við aldrei hætta við það, nei, heldur byggja upp enn frekar.“ Fimm komast að á hverjum tíma Í Skjólshúsi verður boðið upp á skammtímadvöl í allt að tvær vikur, einstaklingum að kostnaðarlausu. Í húsinu geta allt að fimm einstaklingar dvalið á hverjum tíma. Öll starfsemi Skjólshússins fer fram á jafningjagrundvelli þar sem allt starfsfólk og stjórn hússins er í höndum einstaklinga með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. „Víða erlendis hefur gefið góða raun að bjóða upp á öruggt athvarf þangað sem fólk getur leitað þegar það treystir sér ekki til þess að vera heima vegna andlegrar krísu. Skjólshús er annar valmöguleiki í geðþjónustu á Íslandi þangað sem fólk getur leitað áður en það telur sig þurfa innlögn á geðdeild eða í staðinn fyrir slíka innlögn. Úrræðið er mikilvægur liður í að efla framboð og bjóða upp á fleiri valmöguleika til að grípa fólk í vanlíðan,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Grunngildi skjólshúsa séu sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins til að ráða eigin lífi, samvinna jafningja og trú á því að vöxtur og bati séu möguleg fyrir alla. Starfsfólk skjólshúss vinnur eftir áfallamiðaðri nálgun, mannúð og mannréttindum. Einstaklingar leita í skjólshúsið á eigin forsendum, þeim er aldrei vísað þangað eða þvingaðir til þátttöku. Fólk sækir sjálft aðstoðina Þá er mikil áhersla lögð á að koma í veg fyrir valdbeitingu. Engir fagaðilar vinni í skjólshúsinu nema þau hafi persónulega reynslu af andlegum áskorunum og séu tilbúin til að nýta hana markvisst í starfinu. Starfsfólk taki ekki ábyrgð á lyfjagjöf og engin eiginleg meðferð fari fram í skjólshúsinu. Starfsfólk Skjólshúss hafi lokið þjálfun í jafningjastuðningi og mæti einstaklingunum með mennskuna í fyrirrúmi. „Gríðarleg þörf er á slíku úrræði þar sem sífellt fleira fólk tekst á við andlegar áskoranir. Hingað til hefur einungis einn valkostur staðið þessum hópi til boða, þegar horft er til sólarhringsdvalar. Skjólshús byggir á annarri hugmyndafræði sem miðlar jafningjareynslu og bata. Ávinningurinn af því að vinna með ofangreindum hætti er sá að fólk fær aðstoðina þegar það leitar sér hjálpar, og á sínum forsendum,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins sé í fyrirrúmi og líklegt að viðkomandi nái fyrr jafnvægi, gefandi tengslum og virkri samfélagsþátttöku. „Að sama skapi verður hér til fjöldi nýrra starfa, bæði hlutastörf og full störf. Störfin bjóða fólki með persónulega reynslu af andlegum áskorunum upp á tækifæri til að nýta þekkingu sína til góðs, fara aftur út á vinnumarkað og skapa aukin félagsleg verðmæti, auk fjárhagslegs ávinnings.“ Gleðidagur Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, segir um sannkallaðan gleðidag að ræða. „Við hjá Geðhjálp erum í skýjunum með að þessi draumur okkar margra sé loksins að verða að veruleika. Við erum afar þakklát stjórnvöldum fyrir að hafa lagt verkefninu lið með jafn myndarlegum hætti og raun ber vitni.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra segir að með opnun Skjólshúss styrkist heildstæð geðþjónusta og þá með þeim hætti að fólk geti fyrr og á eigin forsendum leitað sér aðstoðar. „Aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. Með stofnun Skjólshúss verður stigið mikilvægt skref í að fjölga valkostum fyrir fólk í andlegri krísu en sambærilegt úrræði hefur ekki verið starfrækt hér á landi áður en Skjólshús er lágþröskuldaúrræði og byggir hugmyndafræði þess á sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og jafningjastuðningi.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira