Innlent

„Þetta er Ís­lands­met, Ís­lands­met í svikum“

Agnar Már Másson skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnarflokkana.
Guðrún Hafsteinsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnarflokkana. Vísi/Anton

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir Samfylkinguna og Viðreisn hafa slegið Íslandsmet í svikum á kosningaloforðum.

Guðrún sagði árið liðið sérstakt á margan hátt, viðburðaríkt. Hún nefndi að Samfylkingin og Viðreisn hafi í fyrra keyrt kosningabaráttu á miklum loforðaflaumi. Guðrún segir að niðurstöður kosninganna hafi verið vonbrigði fyrir sinn flokk enda sú versta sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að þola.

„Þeir flokkar lofuðu ítrekað og sögðu: það væri tvennt sem við ætlum að leggja áherslu á, það er það að við munum ekki hækka skatta á vinnandi fólk eða venjulegt fólk, og að við munum berja niður verðbólgu og vexti með sleggju,“ sagði Guðrún með vísan til formanns Samfylkingarinnar, Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, sem birti auglýsingu í kosningabaráttunni þar sem hún beitti sleggju til að „negla niður vexti og verðólgu“.

Spurð hvort Kristrún sæi eftir þessari auglýsingu svaraði forsætisráðherrann hvorki játandi né neitandi. Kristrún viðurkenndi að verðbólgan hafi ekki verið lægri í desember en viðurkenndi að það væru vonbrigði að hún hafi hækkað í desember.

Guðrún hélt svo áfram:

„Þegar þessi ríkisstjórn tók við var verðbólga 4,6 prósent og hún er 4,5 prósent. Þetta er árangurinn af öllum þessum hamarshöggum Kristrúnar Frostadóttur: Enginn, enginn.“

Kvaðst hún ekki ætla að fullyrða hvort þetta varðaði heimsmet í svikum á kosningaloforðum. „En þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum,“ bætti hún við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×