Innlent

Simmi vin­sælasti leyni­gesturinn

Agnar Már Másson skrifar
Flestir vilja Sigmund Davíð sem leynigest.
Flestir vilja Sigmund Davíð sem leynigest. Vísir/Anton Brink

Tæplega 27 prósent landsmanna segja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins vera þann flokksformann sem þeir vildu helst fá sem óvæntan gest í nýárspartíið sitt, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það kom Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í opna skjöldu að hún væri í öðru sæti „ekki nema fólk sé að búast við nikkunni.“

Þetta kom fram í niðurstöðum Maskínukönnunar sem kynntar voru í Kryddsíldinni.

Rúmlega fjórði hver landsmaður vill fá Sigmund Davíð.Vísir/Sara

Sigmundur trónir á toppnum og Kristrún er í öðru sæti. Þar á eftir koma Inga Sæland úr Flokki fólksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir úr Viðreisn, Sigurður Ingi Jóhannsson úr Framsókn og að lokum Guðrún Hafsteinsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum.

„Ég er mjög hissa á þessari niðurstöðu,“ sagði Kristrún. „Ekki nema fólk sé að búast við nikkunni,“ bætti hún við. 

Guðrún: „Ég er skemmtilegri en ég lít út fyrir að vera“

„Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir sem rifjaði svo upp að í árssamantekt Spotify á tónlistarsmekk hennar hafi hún verið metin 82 ára. 

„En ég vil fá að segja, þar sem ég er neðst þarna, að ég er skemmtilegri en ég lít út fyrir að vera,“ bætti hún við. 

Sigurður Ingi kvaðst ánægður að búið væri að fyrnast yfir það að hann hafi ávallt verið síðasti maðurinn heim úr partíum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×