„Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2026 14:08 Halla Tómasdóttir flutti sitt annað nýársávarp í dag. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir það vera sameiginlega ábyrgð Íslendinga að tryggja að öll börn og ungmenni, óháð kyni og bakgrunni, fái tækifæri, finni tilgang og meti sig að verðleikum. „Með sameiginlegu átaki og hlýju getum við skapað framtíð þar sem öll börn finna styrk og von í eigin lífi. Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum og áratugum.“ Þetta var meðal þess sem forseti sagði í nýársávarpi sínu þar sem hún ræddi meðal annars stöðu barna og ungmenna. Halla sagðist hafa lagt á það áherslu á undanförnum misserum að börn og ungmenni þurfi sterkari skjólbelti, meðal annars gegn neikvæðum áhrifum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Aldrei áður í sögu okkar hafa ung börn mætt eins ágengum straumi utanaðkomandi áreitis og nú. Þótt samfélagsmiðlar geti verið gagnlegir eru þeir líka vettvangur óraunhæfra viðmiða og hraðrar dreifingar skaðlegs efnis. Börn búa yfir sköpunargleði, forvitni og seiglu og það er okkar hlutverk að skapa aðstæður þar sem þessir hæfileikar fá að njóta sín. Börnin sem tóku þátt í Barnaþingi færðu mér Símasáttmála. Efst á þeirra lista er ósk um að við, sem fullorðin erum, séum þeim betri fyrirmynd. Þetta eru skýr skilaboð sem við skulum taka mark á,“ sagði Halla. Hún ræddi einnig sérstaklega stöðu drengja sem eigi undir högg að sækja og að það sé einnig aðkallandi viðfangsefni sem mikilvægt sé að takast á við af festu og með hlýju. „Of margir drengir ná ekki góðri fótfestu í skóla og glíma við félagslega einangrun, vanlíðan og fíkn. Drengir virðast síður leita sér hjálpar og síður fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Okkar sameiginlega ábyrgð er að tryggja að öll börn og ungmenni, óháð kyni og bakgrunni, fái tækifæri, finni tilgang og meti sig að verðleikum. Með sameiginlegu átaki og hlýju getum við skapað framtíð þar sem öll börn finna styrk og von í eigin lífi. Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum og áratugum,“ sagði Halla. Nauðsynlegt að styrkja „andlega varnargarða“ Í ávarpi sínu minntist forseti einnig á að þess var minnst á liðnu ári að þrjátíu ár væru liðin frá snjóflóðunum mannskæðu í Súðavík og á Flateyri. „Skuggi þessara áfalla hvílir enn yfir byggðunum og snjóvarnargarðar minna íbúana daglega á það sem gerðist. En þessi erfiða saga er jafnframt saga af hetjudáðum, ósérhlífni og samstöðu, og hún minnir okkur á að í skugga mikilla áfalla er trúin á framtíðina okkur lífsnauðsynleg.“ Í framhaldinu minntist forsetinn á baráttu Grindvíkinga og nauðsyn þess að styrkja „andlega varnargarða“ þegar vá steðjar að og hörmungar dynja yfir. „Um allt land hefur fólk sýnt Grindvíkingum stuðning í verki, opnað heimili sín og hjörtu. Samstaða í samfélaginu byggist á því að enginn þurfi að óttast um grunnþarfir sínar og tækifæri til mannsæmandi lífs. Áföll kalla á aðstoð og úrvinnslu – annars er hætt við að þau skilji eftir sig sár sem seint eða aldrei gróa.“ Kærleikur og virðing Í lok ávarpsins sagði Halla enn fremur að á komandi tímum skyldum við Íslendingar byggja upp samfélag sem standi vörð um mannlega reisn, efli traust og tryggi öllum tækifæri til að vaxa og dafna. „Framtíðin er ekki eitthvað sem einfaldlega gerist, hún er veruleiki sem við mótum saman. Ef við þráum frið verðum við að tala fyrir friði. Ef við þráum réttlæti verðum við að standa vörð um það. Ef við viljum búa í samfélagi sem byggir á virðingu og kærleika verðum við sjálf að rækta þau gildi í orði og verki – heima fyrir, á vinnustað og í opinberri umræðu. Við getum ekki stjórnað öllu sem á vegi okkar verður en við getum stjórnað eigin viðbrögðum við því. Við getum valið að sjá hið góða, hvetja hvert annað til dáða og byggja á styrkleikum okkar sem þjóðar. Saga okkar sýnir að þegar mest á reynir stöndum við Íslendingar saman og þá skiptir samhugur, hugrekki og trú á framtíðina mestu máli.“ Lesa má ávarpið í heild sinni á vef forsetaembættisins. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Börn og uppeldi Geðheilbrigði Áramót Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Þetta var meðal þess sem forseti sagði í nýársávarpi sínu þar sem hún ræddi meðal annars stöðu barna og ungmenna. Halla sagðist hafa lagt á það áherslu á undanförnum misserum að börn og ungmenni þurfi sterkari skjólbelti, meðal annars gegn neikvæðum áhrifum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Aldrei áður í sögu okkar hafa ung börn mætt eins ágengum straumi utanaðkomandi áreitis og nú. Þótt samfélagsmiðlar geti verið gagnlegir eru þeir líka vettvangur óraunhæfra viðmiða og hraðrar dreifingar skaðlegs efnis. Börn búa yfir sköpunargleði, forvitni og seiglu og það er okkar hlutverk að skapa aðstæður þar sem þessir hæfileikar fá að njóta sín. Börnin sem tóku þátt í Barnaþingi færðu mér Símasáttmála. Efst á þeirra lista er ósk um að við, sem fullorðin erum, séum þeim betri fyrirmynd. Þetta eru skýr skilaboð sem við skulum taka mark á,“ sagði Halla. Hún ræddi einnig sérstaklega stöðu drengja sem eigi undir högg að sækja og að það sé einnig aðkallandi viðfangsefni sem mikilvægt sé að takast á við af festu og með hlýju. „Of margir drengir ná ekki góðri fótfestu í skóla og glíma við félagslega einangrun, vanlíðan og fíkn. Drengir virðast síður leita sér hjálpar og síður fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Okkar sameiginlega ábyrgð er að tryggja að öll börn og ungmenni, óháð kyni og bakgrunni, fái tækifæri, finni tilgang og meti sig að verðleikum. Með sameiginlegu átaki og hlýju getum við skapað framtíð þar sem öll börn finna styrk og von í eigin lífi. Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum og áratugum,“ sagði Halla. Nauðsynlegt að styrkja „andlega varnargarða“ Í ávarpi sínu minntist forseti einnig á að þess var minnst á liðnu ári að þrjátíu ár væru liðin frá snjóflóðunum mannskæðu í Súðavík og á Flateyri. „Skuggi þessara áfalla hvílir enn yfir byggðunum og snjóvarnargarðar minna íbúana daglega á það sem gerðist. En þessi erfiða saga er jafnframt saga af hetjudáðum, ósérhlífni og samstöðu, og hún minnir okkur á að í skugga mikilla áfalla er trúin á framtíðina okkur lífsnauðsynleg.“ Í framhaldinu minntist forsetinn á baráttu Grindvíkinga og nauðsyn þess að styrkja „andlega varnargarða“ þegar vá steðjar að og hörmungar dynja yfir. „Um allt land hefur fólk sýnt Grindvíkingum stuðning í verki, opnað heimili sín og hjörtu. Samstaða í samfélaginu byggist á því að enginn þurfi að óttast um grunnþarfir sínar og tækifæri til mannsæmandi lífs. Áföll kalla á aðstoð og úrvinnslu – annars er hætt við að þau skilji eftir sig sár sem seint eða aldrei gróa.“ Kærleikur og virðing Í lok ávarpsins sagði Halla enn fremur að á komandi tímum skyldum við Íslendingar byggja upp samfélag sem standi vörð um mannlega reisn, efli traust og tryggi öllum tækifæri til að vaxa og dafna. „Framtíðin er ekki eitthvað sem einfaldlega gerist, hún er veruleiki sem við mótum saman. Ef við þráum frið verðum við að tala fyrir friði. Ef við þráum réttlæti verðum við að standa vörð um það. Ef við viljum búa í samfélagi sem byggir á virðingu og kærleika verðum við sjálf að rækta þau gildi í orði og verki – heima fyrir, á vinnustað og í opinberri umræðu. Við getum ekki stjórnað öllu sem á vegi okkar verður en við getum stjórnað eigin viðbrögðum við því. Við getum valið að sjá hið góða, hvetja hvert annað til dáða og byggja á styrkleikum okkar sem þjóðar. Saga okkar sýnir að þegar mest á reynir stöndum við Íslendingar saman og þá skiptir samhugur, hugrekki og trú á framtíðina mestu máli.“ Lesa má ávarpið í heild sinni á vef forsetaembættisins.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Börn og uppeldi Geðheilbrigði Áramót Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira