Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2026 18:31 Magnus Carlsen með bikarinn sem hann vann á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák. Getty/Noushad Thekkayil Norski skákmaðurinn Magnus Carlsen fagnaði tvöföldum sigri á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák á milli jóla og nýárs. Hegðun hans stal þó mörgum fyrirsögnum á mótinu og öðrum skákmönnum finnst hann komast upp með of mikið. Carlsen sló fast í borðið þegar hann áttaði sig á tapinu gegn Arjun Erigaisi í undankeppni heimsmeistaramótsins í atskák. Myndbönd af atvikinu sem meðal annars Fide, Norway Chess og ChessBase India birtu hafa fengið margar milljónir áhorfa á samfélagsmiðlum eins og Instagram og TikTok. Norðmaðurinn róaðist fljótt og tók í höndina á Erigaisi. Dómarinn Chris Bird, sem bar ábyrgð á borði Carlsens, skrifaði á X að Carlsen hefði beðið bæði hann og Erigaisi afsökunar eftir atvikið. Stórmeistarinn Levon Aronian, sem tók þátt í heimsmeistaramótinu í ár, ákvað sjálfur að svara færslunni en norska ríkisútvarpið segir frá. Takket være Magnus, så skapes det virale memes og overskrifter langt utenfor det som ville være normalt for et sjakkmesterskap.Fansen digger det!Det er bra at de viser følelser så alle kan se hvor mye det betyr for dem å vinne. pic.twitter.com/Rb0cJQ6HIv— Christopher (@ChrisBellNor) December 31, 2025 Ættum ekki að normalísera svona reiðiköst „Chris, mér finnst við ættum ekki að normalísera svona reiðiköst. Þetta hefur áhrif á skákmenn sem eru í miðri skák og heyra hávaða. Í mörgum íþróttum er slíkum atvikum refsað sem óíþróttamannslegri hegðun, til að senda skilaboð til yngri íþróttamanna,“ skrifaði Aronian. Þetta er ekki í fyrsta sinn á árinu sem Carlsen hefur slegið hendinni í borðið eftir tap. Hann gerði það sama þegar hann tapaði skák gegn Dommaraju Gukesh á Norway Chess. Það hefur samt ekki batnað mikið „Ég er fyrstur til að viðurkenna að ég tekst ekki alltaf jafn vel á við það að tapa. Fyrir nokkrum árum var tímapunktur þar sem ég hugsaði að mér fyndist ég hafa orðið betri í að takast á við tap, en það hefur samt ekki batnað mikið,“ sagði Carlsen við NRK eftir að hann gat lokið meistaramótinu með gulli í bæði hrað- og atskák. „Þetta snýst ekki bara um hvað lítur vel eða illa út. Margir hafa skoðanir á því, en enginn annar skákmaður veit hvernig það er að vera ég, og pressan sem ég og aðrir setja á mig. Það gerir þetta svolítið öðruvísi,“ sagði Carlsen. Skákdómarinn og skáksérfræðingur NRK, Kristoffer Gressli, telur að viðvörun hefði verið nóg í tilfelli höggs Carlsens, með þeim skilaboðum að hann hefði getað fengið stærri refsingu, eins og sekt, við endurtekin atvik. Truflar 400 aðra skákmenn „Því það truflar 400 aðra skákmenn. Þá er ekki hægt að leyfa slík reiðiköst, óháð því hvort það er á efsta borði eða ekki. Það er mikilvægt að vera samkvæmur sjálfum sér. Eitt mikilvægasta starf skákdómara er að tryggja góðar aðstæður fyrir alla skákmenn,“ segir Gressli. The definition of insanity is doing the same thing over and over and expecting different results.🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/AvmmRJ0xSs— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 30, 2025 Carlsen vakti einnig athygli fyrr á heimsmeistaramótinu þegar hann ýtti myndavél ljósmyndara NRK frá sér. „Það er ótrúleg pressa á honum og ég skil líka að hann útskýri reiðiköstin sín með því. Hann hefur rétt fyrir sér í því, að enginn getur alveg sett sig í spor hans,“ segir skáksérfræðingur NRK, Torstein Bae. Hann upplifir að það sé, sérstaklega í Noregi, ákveðin viðurkenning á hegðun Carlsens. „Fæstir bregðast mjög harkalega við því að hann ýti við myndavél og þess háttar. Almennt er skilningur á því að hann sé undir sérstakri pressu og sé alveg sérstakur íþróttamaður, og að menn sætti sig við suma hluti sem þeir myndu kannski bregðast harðar við ef ekki væri fyrir þessar víddir,“ segir Bae. Skák Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjá meira
Carlsen sló fast í borðið þegar hann áttaði sig á tapinu gegn Arjun Erigaisi í undankeppni heimsmeistaramótsins í atskák. Myndbönd af atvikinu sem meðal annars Fide, Norway Chess og ChessBase India birtu hafa fengið margar milljónir áhorfa á samfélagsmiðlum eins og Instagram og TikTok. Norðmaðurinn róaðist fljótt og tók í höndina á Erigaisi. Dómarinn Chris Bird, sem bar ábyrgð á borði Carlsens, skrifaði á X að Carlsen hefði beðið bæði hann og Erigaisi afsökunar eftir atvikið. Stórmeistarinn Levon Aronian, sem tók þátt í heimsmeistaramótinu í ár, ákvað sjálfur að svara færslunni en norska ríkisútvarpið segir frá. Takket være Magnus, så skapes det virale memes og overskrifter langt utenfor det som ville være normalt for et sjakkmesterskap.Fansen digger det!Det er bra at de viser følelser så alle kan se hvor mye det betyr for dem å vinne. pic.twitter.com/Rb0cJQ6HIv— Christopher (@ChrisBellNor) December 31, 2025 Ættum ekki að normalísera svona reiðiköst „Chris, mér finnst við ættum ekki að normalísera svona reiðiköst. Þetta hefur áhrif á skákmenn sem eru í miðri skák og heyra hávaða. Í mörgum íþróttum er slíkum atvikum refsað sem óíþróttamannslegri hegðun, til að senda skilaboð til yngri íþróttamanna,“ skrifaði Aronian. Þetta er ekki í fyrsta sinn á árinu sem Carlsen hefur slegið hendinni í borðið eftir tap. Hann gerði það sama þegar hann tapaði skák gegn Dommaraju Gukesh á Norway Chess. Það hefur samt ekki batnað mikið „Ég er fyrstur til að viðurkenna að ég tekst ekki alltaf jafn vel á við það að tapa. Fyrir nokkrum árum var tímapunktur þar sem ég hugsaði að mér fyndist ég hafa orðið betri í að takast á við tap, en það hefur samt ekki batnað mikið,“ sagði Carlsen við NRK eftir að hann gat lokið meistaramótinu með gulli í bæði hrað- og atskák. „Þetta snýst ekki bara um hvað lítur vel eða illa út. Margir hafa skoðanir á því, en enginn annar skákmaður veit hvernig það er að vera ég, og pressan sem ég og aðrir setja á mig. Það gerir þetta svolítið öðruvísi,“ sagði Carlsen. Skákdómarinn og skáksérfræðingur NRK, Kristoffer Gressli, telur að viðvörun hefði verið nóg í tilfelli höggs Carlsens, með þeim skilaboðum að hann hefði getað fengið stærri refsingu, eins og sekt, við endurtekin atvik. Truflar 400 aðra skákmenn „Því það truflar 400 aðra skákmenn. Þá er ekki hægt að leyfa slík reiðiköst, óháð því hvort það er á efsta borði eða ekki. Það er mikilvægt að vera samkvæmur sjálfum sér. Eitt mikilvægasta starf skákdómara er að tryggja góðar aðstæður fyrir alla skákmenn,“ segir Gressli. The definition of insanity is doing the same thing over and over and expecting different results.🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/AvmmRJ0xSs— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 30, 2025 Carlsen vakti einnig athygli fyrr á heimsmeistaramótinu þegar hann ýtti myndavél ljósmyndara NRK frá sér. „Það er ótrúleg pressa á honum og ég skil líka að hann útskýri reiðiköstin sín með því. Hann hefur rétt fyrir sér í því, að enginn getur alveg sett sig í spor hans,“ segir skáksérfræðingur NRK, Torstein Bae. Hann upplifir að það sé, sérstaklega í Noregi, ákveðin viðurkenning á hegðun Carlsens. „Fæstir bregðast mjög harkalega við því að hann ýti við myndavél og þess háttar. Almennt er skilningur á því að hann sé undir sérstakri pressu og sé alveg sérstakur íþróttamaður, og að menn sætti sig við suma hluti sem þeir myndu kannski bregðast harðar við ef ekki væri fyrir þessar víddir,“ segir Bae.
Skák Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti