Bíó og sjónvarp

Enduðu Stranger Things í Þjórs­ár­dal

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Millie Bobby Brown starir ofan í Fossárdalinn í Árnessýslu.
Millie Bobby Brown starir ofan í Fossárdalinn í Árnessýslu.

Lokaþáttur Stranger Things datt inn á Netflix eftir miðnætti á gamlársdag og vakti það athygli áhorfenda að lokaatriðið er tekið upp á Íslandi. Þar má sjá persónuna Eleven, leikna af Millie Bobby Brown, standa fyrir framan Háafoss og Granna í Þjórsárdal.

Síðasta sumar birti Brown myndir af íslenskum skiltum á Instagram og kom þá í ljós að hún hafði ferðast til landsins með Duffer-bræðrum, sem leikstýra Stranger Things, til að taka þar upp atriði. 

Morgunblaðið greindi síðan frá því á síðasta ári að samkvæmt upplýsingum Kvikmyndamiðstöðvar hefðu tökurnar kostað 44 milljónir króna.

Nú hefur komið í ljós hvar nákvæmlega tökurnar fóru fram, í Þjórsárdal í Árnessýslu. Þó það hafi kostað 44 milljónir verður að segjast að útsýnið við Háafoss og Granna er óborganlegt.

Brown birti síðan mynd á Instagram af tökunum hérlendis fyrir lokaþáttinn:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.