Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Fréttamynd

Lax­menn Lands­virkjunar

Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið.

Skoðun
Fréttamynd

Þjórs­á - hvað er að gerast?

Í pistli oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps á heimasíðu sveitafélagsins 11. maí sl. er ýmislegt að finna sem vekur athygli mína. Sjálfshól oddvita sveitarfélagsins er áberandi og svo mikið að maður spyr sig hvernig fara þau sveitafélög að sem engan Harald Þór eiga?

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sáttur við gjald­töku yfir nýja Ölfus­ár­brú

Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið.

Innlent
Fréttamynd

Ný Þjórs­ár­brú bíður í sömu ó­vissu og Hvammsvirkjun

Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Um 500 nýjar í­búðir byggðar í Ár­nesi í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi

Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal.

Innlent
Fréttamynd

Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti

Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ekki bara með geiturnar sínar til gamans og yndisauka, nei, því hún vinnur fatnað úr geitafiðunni eins og geitavesti, sem hún klæðist þegar hún sinnir geitunum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Kið­lingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig

Brosið fer ekki af geitabónda á Suðurlandi þessa dagana því tveir kiðlingar voru að koma í heiminn, sem hafa fengið nöfnin Frosti og Snær. Tveir geithafrar eru grunaðir um að vera feður kiðlinganna, annars vegar Lennon og hins vegar Lubbi.

Innlent
Fréttamynd

Telur Sigurð Inga hafa mis­notað um­boð sitt

Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi.

Innlent
Fréttamynd

Ærin verk­efni næstu ár

Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga.

Skoðun
Fréttamynd

Náttúru­spjöll í sveitar­fé­lagi ársins

Það er skammt stórra högga á milli í sveitarfélagi ársins. Um daginn var tilkynnt um þennan titil en 24. október tók meirihluti hreppsnefndar þá ákvörðun að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­þykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórs­á

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er allt komið í ein­hvern hræri­graut“

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddviti sveitarfélagsins á erfitt með að skilja niðurstöðu nefndarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Skæð fugla­flensa í hröfnum og hettumáfum

Skæð fuglaflensuveira af gerðinni H5N5 hefur verið staðfest í villtum fuglum á Norður- og Suðausturlandi. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að óvissustig sé í gildi og að allir sem haldi alifugla eða aðra fugla séu hvattir til að viðhafa ýtrustu smitvarnir við umgengi á fuglunum sínum. Fólk er hvatt til tilkynna veika og dauða fugla til MAST.

Innlent
Fréttamynd

Magnaðar myndir af lengstu á landsins

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis myndaði Þjórsá með dróna í gær. Myndirnar eru hluti af langtímaverkefni í vinnslu Vilhelms sem hann kallar „Lengsta áin á Íslandi“. Vilhelm hefur síðustu ár ferðast um landið til að mynda ánna og lífið við hana.

Lífið