Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2026 10:33 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, (t.v.) fær Mariönu Mazzucato, prófessor í opinberri verðmætasköpun, (t.h.) til að rýna í nýja atvinnustefnu stjórnvalda á fundi í næstu viku. Vísir Hagvöxtur sem byggir á sífellt auknu framboði vinnuafls er ekki sjálfbær og næsta vaxtarskeið á Íslandi verður að hvíla á öðrum grunni, að mati prófessors í opinberri verðmætasköpun sem forsætisráðuneytið fær til að ræða um atvinnustefnu ríkisstjórnarinarinnar. Mariana Mazzucato er prófessor í nýsköpunarhagfræði og opinberri verðmætasköpun við University College í London. Hún talar á fundi forsætisráðuneytisins um atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar sem er í smíðum í næstu viku. Að mati Mazzucato eru þær áskoranir sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir réttilega greindar í drögum að atvinnustefnunni. Hagvöxtur undanfarinna fimmtán ára hafi verið nokkuð kröftugur en knúinn af stórum hluta áfram af fólksfjölgun frekar en framleiðniaukningu. Verg landsframleiðsla á mann hafi vaxið hægar á Íslandi en í samanburðarlöndum og langflest ný störf á almennum markaði orðið til í greinum þar sem framleiðni er undir meðaltali. Fjármunaeign atvinnulífsins á hvern starfandi einstakling hafi jafnvel dregist saman. „Þetta mynstur er ekki sjálfbært. Ísland getur ekki byggt framtíðarhagvöxt sífellt á auknu framboði vinnuafls. Næsta vaxtarskeið verður að koma annars staðar frá,“ skrifar Mazzucato í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Hagvöxtur ekki verkefnið Í þessu samhengi segir Mazzucato að atvinnustefna geti verið hluti af lausninni en aðeins ef hún sé vel hönnuð. Nútímaleg atvinnustefna eigi að byggja á verkefnum; skýrum, tímasettum markmiðum sem takist á við samfélagslegar áskoranir og virki nýsköpun þvert á atvinnugreinar. „Hagvöxtur er ekki verkefni í sjálfu sér; hann er afleiðing fjárfestinga og nýsköpunar sem miða að því að leysa raunveruleg vandamál,“ segir hún. Nefnir hún sem dæmi að verkefni um kolefnishlutleysi krefjist umbreytinga í orkumálum, samgöngum, byggingariðnaði, landbúnaði og iðnaði og skapi þannig ný markaðstækifæri á sama tíma og loftslagsmarkmiðum sé náð. Samlífi í stað afæta Þess nálgun krefst annars konar samstarfs hins opinbera og einkageirans en tíðkast hefur til þessa. Nefnir Mazzucato sérstaklega lífvísindageirann þar sem opinberlega fjármögnuð rannsóknarvinna sé einkavædd af stórum lyfjafyrirtækjum með víðtækum einkaleyfum og óhóflegri verðlagningu til að skapa umframhagnað. „Vistkerfið þarf að byggja á samlífi, ekki afætukerfi,“ skrifar prófessorinn. Þannig telur Mazzucato að tryggja þurfi að opinber stuðningur við einkageirann skapi raunveruleg samfélagsleg verðmæti. Höfuðstöðvar líftæknifyrirtækisins Alvotech í Vatnsmýrinni. Vísir/Vilhelm Aðgangur að verðmætum endurnýjanlegum orkugjöfum eigi að vera skilyrtur því að fyrirtæki leggi sitt af mörkum til almannahags, fjárfesti í hæfni og menntun starfsfólks, endurfjárfesti hagnaði í raunhagkerfinu frekar en í endurkaupum hlutabréfa, dragi úr kolefnisspori starfseminnar og tryggi að ávinningur skiptist með sanngjörnum hætti. Nefnir hún sem dæmi að stjórnvöld í Síle setji þau skilyrði fyrir liþíumvinnslu að námufyrirtæki fjárfesti í innlendri virðisaukandi starfsemi og uppfylli sjálfbærnistaðla á sama tíma og ríkið tryggi sér umtalsverðan hlut í hagnaðinum. „Orkusækinn iðnaður Íslands og ört vaxandi gagnaveraiðnaður bjóða upp á skýr tækifæri til slíks gagnkvæms sambands milli opinbers stuðnings og samfélagslegs ávinnings,“ skrifar Mazzucato. Metnaðarfull markmið umfram stuðning til valdra atvinnugreina Ríkisstjórnin hyggst afhjúpa atvinnustefnuna á þessu ári. Mazzucato segir að ákvarðanir sem verði teknar á grundvelli hennar geti mótað efnahagslega þróun Íslands næsta áratuginn og jafnvel lengur. Ísland hafi tækifæri til að móta sannarlega nútímalega atvinnustefnu sem móti hagkerfið í stað þess að bregðast einungis við markaðsbrestum, og tryggi að opinberar fjárfestingar skapi samfélagsleg verðmæti. „Prófraunin verður hvort stefnan marki skýra stefnu fyrir hagkerfið í kringum metnaðarfull markmið, fremur en að dreifa stuðningi á valdar atvinnugreinar,“ skrifar hún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Mariana Mazzucato er prófessor í nýsköpunarhagfræði og opinberri verðmætasköpun við University College í London. Hún talar á fundi forsætisráðuneytisins um atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar sem er í smíðum í næstu viku. Að mati Mazzucato eru þær áskoranir sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir réttilega greindar í drögum að atvinnustefnunni. Hagvöxtur undanfarinna fimmtán ára hafi verið nokkuð kröftugur en knúinn af stórum hluta áfram af fólksfjölgun frekar en framleiðniaukningu. Verg landsframleiðsla á mann hafi vaxið hægar á Íslandi en í samanburðarlöndum og langflest ný störf á almennum markaði orðið til í greinum þar sem framleiðni er undir meðaltali. Fjármunaeign atvinnulífsins á hvern starfandi einstakling hafi jafnvel dregist saman. „Þetta mynstur er ekki sjálfbært. Ísland getur ekki byggt framtíðarhagvöxt sífellt á auknu framboði vinnuafls. Næsta vaxtarskeið verður að koma annars staðar frá,“ skrifar Mazzucato í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Hagvöxtur ekki verkefnið Í þessu samhengi segir Mazzucato að atvinnustefna geti verið hluti af lausninni en aðeins ef hún sé vel hönnuð. Nútímaleg atvinnustefna eigi að byggja á verkefnum; skýrum, tímasettum markmiðum sem takist á við samfélagslegar áskoranir og virki nýsköpun þvert á atvinnugreinar. „Hagvöxtur er ekki verkefni í sjálfu sér; hann er afleiðing fjárfestinga og nýsköpunar sem miða að því að leysa raunveruleg vandamál,“ segir hún. Nefnir hún sem dæmi að verkefni um kolefnishlutleysi krefjist umbreytinga í orkumálum, samgöngum, byggingariðnaði, landbúnaði og iðnaði og skapi þannig ný markaðstækifæri á sama tíma og loftslagsmarkmiðum sé náð. Samlífi í stað afæta Þess nálgun krefst annars konar samstarfs hins opinbera og einkageirans en tíðkast hefur til þessa. Nefnir Mazzucato sérstaklega lífvísindageirann þar sem opinberlega fjármögnuð rannsóknarvinna sé einkavædd af stórum lyfjafyrirtækjum með víðtækum einkaleyfum og óhóflegri verðlagningu til að skapa umframhagnað. „Vistkerfið þarf að byggja á samlífi, ekki afætukerfi,“ skrifar prófessorinn. Þannig telur Mazzucato að tryggja þurfi að opinber stuðningur við einkageirann skapi raunveruleg samfélagsleg verðmæti. Höfuðstöðvar líftæknifyrirtækisins Alvotech í Vatnsmýrinni. Vísir/Vilhelm Aðgangur að verðmætum endurnýjanlegum orkugjöfum eigi að vera skilyrtur því að fyrirtæki leggi sitt af mörkum til almannahags, fjárfesti í hæfni og menntun starfsfólks, endurfjárfesti hagnaði í raunhagkerfinu frekar en í endurkaupum hlutabréfa, dragi úr kolefnisspori starfseminnar og tryggi að ávinningur skiptist með sanngjörnum hætti. Nefnir hún sem dæmi að stjórnvöld í Síle setji þau skilyrði fyrir liþíumvinnslu að námufyrirtæki fjárfesti í innlendri virðisaukandi starfsemi og uppfylli sjálfbærnistaðla á sama tíma og ríkið tryggi sér umtalsverðan hlut í hagnaðinum. „Orkusækinn iðnaður Íslands og ört vaxandi gagnaveraiðnaður bjóða upp á skýr tækifæri til slíks gagnkvæms sambands milli opinbers stuðnings og samfélagslegs ávinnings,“ skrifar Mazzucato. Metnaðarfull markmið umfram stuðning til valdra atvinnugreina Ríkisstjórnin hyggst afhjúpa atvinnustefnuna á þessu ári. Mazzucato segir að ákvarðanir sem verði teknar á grundvelli hennar geti mótað efnahagslega þróun Íslands næsta áratuginn og jafnvel lengur. Ísland hafi tækifæri til að móta sannarlega nútímalega atvinnustefnu sem móti hagkerfið í stað þess að bregðast einungis við markaðsbrestum, og tryggi að opinberar fjárfestingar skapi samfélagsleg verðmæti. „Prófraunin verður hvort stefnan marki skýra stefnu fyrir hagkerfið í kringum metnaðarfull markmið, fremur en að dreifa stuðningi á valdar atvinnugreinar,“ skrifar hún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira