Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2026 10:03 Ólöf Kristjánsdóttir, markaðstjóri Taktikal og formaður WomenTechIceland, leysir Wordle dagsins eftir fyrsta fund en áður en hún dembir sér í vinnu og verkefni. Vísir/Vilhelm Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna oftast um klukkan sjö og yfirleitt rétt á undan vekjaraklukkunni. Stundum vakna ég aðeins fyrr ef mig langar að kíkja í ræktina fyrir vinnu og stundum aðeins seinna ef ég finn að ég þarf nokkrar auka mínútur til að takast á við daginn.” Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Alveg óvart hef ég gert það að vana að byrja morgnana á að fara í sturtu. Það er auðvitað hressandi að byrja kalda vetrarmorgna á góðri sturtu, en svo núllstillist líka hárið sem hefur orðið óstýrilátara með hækkandi aldri. Ég sveiflast milli þess að fasta á morgnana og fá mér staðgóðan morgunverð, enda á bæði að vera ógurlega hollt. En mér finnst mjög gott að borða og sannleikurinn er sá að á kvöldin þegar ég fer að sofa er ég strax farin að hugsa um hvað ég eigi að fá mér í morgunmat. Ég hef ekki enn lært að drekka kaffi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sambýlismannsins. En nú er komin fínasta kaffivél og rándýr kaffikvörn á heimilið svo afsökunum mínum fyrir því að drekka ekki kaffi fer fækkandi. Ég á þrjá syni og þeir vakna allir á ólíkum tíma þannig oftast eru það ég og yngsti sonurinn, sem er 10 ára, sem vöknum saman og eigum góða morgunstund. Við spjöllum, borðum morgunmat og finnum til nesti saman og þetta eru oft miklar gæðastundir. Tvo morgna í viku göngum við saman í skólann þegar hann þarf að mæta með hljóðfærið og þá gefst oft tími til þess að ræða málefni líðandi stundar enn frekar. Í framhaldi af því hjóla ég yfirleitt í vinnuna.” Hvað er hallærislegasta sjónvarpsefnið sem þú hefur fylgst með? „Það eru nokkrar ólíkar leiðir til að skilgreina hvað telst hallærislegt sjónvarpsefni. Þegar ég var unglingur horfði ég mjög mikið á Star Trek sem telst í flestum kreðsum frekar lúðalegt. Mér þótti erfitt á sínum tíma að sætta mig við það að ég gæti aldrei unnið í áhöfn á geimskipi sem þeytist um á ljóshraða. Á hlaupabrettinu eða yfir matseldinni finnst mér gott að horfa á breska panel show-þætti eins og 8 out of 10 cats does countdown og Taskmaster. Mörgum þykja þeir eflaust frekar hallærislegir, þar á meðal elsta syninum sem er 20 ára, en mér finnst þeir hin besta skemmtun. En það sjónvarpsefni sem ég er kannski feimnust við að viðurkenna að ég horfi á, og þar með líklega það hallærislegasta, er Stranger Things. Þá þætti hef ég horft á margoft og get enn skemmt mér við að horfa á þá. Það er eitthvað við nostalgíuna og vinasamböndin í þeim þáttum sem draga mig að þeim aftur og aftur. Nú bíð ég bara eftir því að yngsti sonurinn verði nógu gamall til þess að horfa á þættina svo ég geti notið þess að fylgjast með honum upplifa þá.” Ólöf hefur prófað ýmsar aðferðir í skipulagi en er ein þeirra sem segir þá aðferð virka best fyrir sig, sem felst í að setja upp lista á morgnana yfir þau verkefni sem hún ætlar að klára þann daginn. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Hjá Taktikal erum við að vinna að undirbúningi fyrir UT-messuna sem verður haldin í febrúar ásamt því að leggja línurnar fyrir árið. Við erum lítið en öflugt teymi og það er margt skemmtilegt fram undan. Í litlu teymi er óhjákvæmilegt að bera marga hatta, þannig að auglýsingagerð, textasmíð fyrir vefsíðu og færslur fyrir samfélagsmiðla eru meðal þeirra verkefna sem ég er að takast á við þessa dagana. Hjá WomenTechIceland erum við líka að undirbúa starfsárið en þar erum við að vinna að undirbúningi fyrir viðburð sem verður haldinn 8. mars nk. í tilefni af alþjóðabaráttudegi kvenna. Við erum líka að fara í gang með morgunverðarhittinga og fleiri spennandi viðburði þar sem við vinnum að því að auka fjölbreytni í tæknigeiranum m.a. með því að efla tengslanetið.” Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Þegar ég er komin í vinnuna byrja ég yfirleitt á að svara þeim skilaboðum sem bíða, renni svo yfir dagatalið og set upp verkefnalista dagsins. Hjá Taktikal erum við svo alltaf með stuttan stöðufund klukkan 9. Eftir hann finnst mér fátt betra en að setjast niður með rjúkandi heitan tebolla og leysa Wordle dagsins áður en ég dembi mér í verkefnin. Ég hef prófað ýmsar aðferðir til þess að skipuleggja mig og sú sem virkar best fyrir mig er að setja upp lista á morgnana yfir þau verkefni sem ég ætla að ná að klára þann daginn. Áætlanir fyrir árið og hvern ársfjórðung eru í glærum og stærri verkefni held ég utan um í Linear eða öðru slíku verkefnaumsjónarkerfi. Beiðnir um verkefni geta komið úr ýmsum áttum enda markaðsdeildin stuðningur fyrir fjölmargar aðrar deildir. Yfirleitt hef ég sett listann yfir verkefni dagsins á post-it miða enda eru þeir nógu smáir til að rúma einungis takmarkaðan fjölda af verkefnum. Þannig nær maður að setja sér einhvers konar mörk og koma í veg fyrir að maður ætli sér of mikið. Það er síðan góð tilfinning að strika yfir verkefnin á listanum þegar þau klárast.” Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég miða við klukkan ellefu á kvöldin og tekst það svona oftast. Ég er alltaf með meiningar um að lesa bók fyrir svefninn en síminn á það til að fá aðeins of mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég set mér það áramótaheiti að vera minna í símanum. Ég hef prófað ýmislegt til þess að draga úr símanotkun. Nú hefur yngsti sonurinn tekið það að sér að segja mér að hætta í símanum ef ég er ekki að gera neitt merkilegt og hann tekur því hlutverki mjög alvarlega. Ég er einnig með tímamörk á nokkrum öppum sem eiga það til að vera tímaþjófar og það hefur reynst vel. Annars er ég í bókaklúbb með fyrrum vinnufélögum sem er mjög hvetjandi og ég stefni á að lesa fleiri bækur í ár en ég gerði í fyrra. Batnandi manni er best að lifa og víst er að það er nóg af góðum bókum sem bíða þess að vera lesnar.” Kaffispjallið Tengdar fréttir Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00 Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00 Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01 Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01 „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. 29. nóvember 2025 10:01 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna oftast um klukkan sjö og yfirleitt rétt á undan vekjaraklukkunni. Stundum vakna ég aðeins fyrr ef mig langar að kíkja í ræktina fyrir vinnu og stundum aðeins seinna ef ég finn að ég þarf nokkrar auka mínútur til að takast á við daginn.” Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Alveg óvart hef ég gert það að vana að byrja morgnana á að fara í sturtu. Það er auðvitað hressandi að byrja kalda vetrarmorgna á góðri sturtu, en svo núllstillist líka hárið sem hefur orðið óstýrilátara með hækkandi aldri. Ég sveiflast milli þess að fasta á morgnana og fá mér staðgóðan morgunverð, enda á bæði að vera ógurlega hollt. En mér finnst mjög gott að borða og sannleikurinn er sá að á kvöldin þegar ég fer að sofa er ég strax farin að hugsa um hvað ég eigi að fá mér í morgunmat. Ég hef ekki enn lært að drekka kaffi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sambýlismannsins. En nú er komin fínasta kaffivél og rándýr kaffikvörn á heimilið svo afsökunum mínum fyrir því að drekka ekki kaffi fer fækkandi. Ég á þrjá syni og þeir vakna allir á ólíkum tíma þannig oftast eru það ég og yngsti sonurinn, sem er 10 ára, sem vöknum saman og eigum góða morgunstund. Við spjöllum, borðum morgunmat og finnum til nesti saman og þetta eru oft miklar gæðastundir. Tvo morgna í viku göngum við saman í skólann þegar hann þarf að mæta með hljóðfærið og þá gefst oft tími til þess að ræða málefni líðandi stundar enn frekar. Í framhaldi af því hjóla ég yfirleitt í vinnuna.” Hvað er hallærislegasta sjónvarpsefnið sem þú hefur fylgst með? „Það eru nokkrar ólíkar leiðir til að skilgreina hvað telst hallærislegt sjónvarpsefni. Þegar ég var unglingur horfði ég mjög mikið á Star Trek sem telst í flestum kreðsum frekar lúðalegt. Mér þótti erfitt á sínum tíma að sætta mig við það að ég gæti aldrei unnið í áhöfn á geimskipi sem þeytist um á ljóshraða. Á hlaupabrettinu eða yfir matseldinni finnst mér gott að horfa á breska panel show-þætti eins og 8 out of 10 cats does countdown og Taskmaster. Mörgum þykja þeir eflaust frekar hallærislegir, þar á meðal elsta syninum sem er 20 ára, en mér finnst þeir hin besta skemmtun. En það sjónvarpsefni sem ég er kannski feimnust við að viðurkenna að ég horfi á, og þar með líklega það hallærislegasta, er Stranger Things. Þá þætti hef ég horft á margoft og get enn skemmt mér við að horfa á þá. Það er eitthvað við nostalgíuna og vinasamböndin í þeim þáttum sem draga mig að þeim aftur og aftur. Nú bíð ég bara eftir því að yngsti sonurinn verði nógu gamall til þess að horfa á þættina svo ég geti notið þess að fylgjast með honum upplifa þá.” Ólöf hefur prófað ýmsar aðferðir í skipulagi en er ein þeirra sem segir þá aðferð virka best fyrir sig, sem felst í að setja upp lista á morgnana yfir þau verkefni sem hún ætlar að klára þann daginn. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Hjá Taktikal erum við að vinna að undirbúningi fyrir UT-messuna sem verður haldin í febrúar ásamt því að leggja línurnar fyrir árið. Við erum lítið en öflugt teymi og það er margt skemmtilegt fram undan. Í litlu teymi er óhjákvæmilegt að bera marga hatta, þannig að auglýsingagerð, textasmíð fyrir vefsíðu og færslur fyrir samfélagsmiðla eru meðal þeirra verkefna sem ég er að takast á við þessa dagana. Hjá WomenTechIceland erum við líka að undirbúa starfsárið en þar erum við að vinna að undirbúningi fyrir viðburð sem verður haldinn 8. mars nk. í tilefni af alþjóðabaráttudegi kvenna. Við erum líka að fara í gang með morgunverðarhittinga og fleiri spennandi viðburði þar sem við vinnum að því að auka fjölbreytni í tæknigeiranum m.a. með því að efla tengslanetið.” Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Þegar ég er komin í vinnuna byrja ég yfirleitt á að svara þeim skilaboðum sem bíða, renni svo yfir dagatalið og set upp verkefnalista dagsins. Hjá Taktikal erum við svo alltaf með stuttan stöðufund klukkan 9. Eftir hann finnst mér fátt betra en að setjast niður með rjúkandi heitan tebolla og leysa Wordle dagsins áður en ég dembi mér í verkefnin. Ég hef prófað ýmsar aðferðir til þess að skipuleggja mig og sú sem virkar best fyrir mig er að setja upp lista á morgnana yfir þau verkefni sem ég ætla að ná að klára þann daginn. Áætlanir fyrir árið og hvern ársfjórðung eru í glærum og stærri verkefni held ég utan um í Linear eða öðru slíku verkefnaumsjónarkerfi. Beiðnir um verkefni geta komið úr ýmsum áttum enda markaðsdeildin stuðningur fyrir fjölmargar aðrar deildir. Yfirleitt hef ég sett listann yfir verkefni dagsins á post-it miða enda eru þeir nógu smáir til að rúma einungis takmarkaðan fjölda af verkefnum. Þannig nær maður að setja sér einhvers konar mörk og koma í veg fyrir að maður ætli sér of mikið. Það er síðan góð tilfinning að strika yfir verkefnin á listanum þegar þau klárast.” Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég miða við klukkan ellefu á kvöldin og tekst það svona oftast. Ég er alltaf með meiningar um að lesa bók fyrir svefninn en síminn á það til að fá aðeins of mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég set mér það áramótaheiti að vera minna í símanum. Ég hef prófað ýmislegt til þess að draga úr símanotkun. Nú hefur yngsti sonurinn tekið það að sér að segja mér að hætta í símanum ef ég er ekki að gera neitt merkilegt og hann tekur því hlutverki mjög alvarlega. Ég er einnig með tímamörk á nokkrum öppum sem eiga það til að vera tímaþjófar og það hefur reynst vel. Annars er ég í bókaklúbb með fyrrum vinnufélögum sem er mjög hvetjandi og ég stefni á að lesa fleiri bækur í ár en ég gerði í fyrra. Batnandi manni er best að lifa og víst er að það er nóg af góðum bókum sem bíða þess að vera lesnar.”
Kaffispjallið Tengdar fréttir Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00 Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00 Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01 Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01 „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. 29. nóvember 2025 10:01 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00
Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00
Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01
Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01
„Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. 29. nóvember 2025 10:01