Lífið

„Besti tími lífs míns hingað til“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Daniel og Davíð giftu sig síðastliðið sumar og fögnuðu með pompi og prakt í Kólumbíu í lok nóvember. Davíð ræddi við blaðamann um alla gleðina sem fylgdi brúðkaupinu.
Daniel og Davíð giftu sig síðastliðið sumar og fögnuðu með pompi og prakt í Kólumbíu í lok nóvember. Davíð ræddi við blaðamann um alla gleðina sem fylgdi brúðkaupinu. Aðsend

„Ef maður hóar góðu fólki saman með nóg af góðum mat og góðum drykkjum þá getur þetta ekki klikkað,“ segir hinn nýlega gifti Davíð Þorláksson. Hann og ástin hans Daniel Barrios Castilla giftu sig síðastliðið sumar á Akureyri og fögnuðu því svo með stæl í borginni Medellín í Kólumbíu.

Davíð starfar sem framkvæmdastjóri Betri samgangna og Daniel er verkfræðingur.

„Við kynntumst fljótlega eftir að Daniel flutti til Íslands haustið 2019, þegar hann hóf nám í raforkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík. 

Við byrjuðum þó saman tæplega ári síðar, síðla sumars 2020,“ segir Davíð um upphaf sambandsins. Blaðamaður ræddi við hann um brúðkaupið og ævintýrin því tengdu.

Davíð og Daniel kynntust árið 2019 og urðu par ári síðar.Aðsend

Hvenær og hvernig trúlofuðust þið?

Við trúlofuðum okkur í fjörunni á Hrauni í Ölfusi, þaðan sem föðurfjölskyldan mín er, 10. febrúar 2024.

Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn?

Við byrjuðum að skipuleggja þetta fljótlega í kjölfar trúlofunarinnar.

Daniel og Davíð trúlofuðu sig árið 2024 og fóru fljótt að skipuleggja brúðkaupið.Aðsend

Hvernig var brúðkaupsdagurinn?

Við giftum okkur hjá Sýslumanninum á Akureyri 25. júlí í sumar í fallegu veðri, eins og er alltaf þar. 

Fórum svo í myndatöku í Lystigarðinum og svo hýsti móðir mín boð í verðlaunagarðinum sínum í Hörpulund, þar sem ég bjó sem unglingur, fyrir nánustu fjölskyldu og vini.

Fyrsta veislan var haldin á Akureyri og svo tæpu hálfu ári síðar var stefnan tekin til Kólumbíu.Aðsend

Stóra veislan var svo haldin 29. nóvember í heimaborg Daniels, Medellín í Kólumbíu. Kvöldið fyrir veisluna bauð fjölskylda Daniels fjölskyldu minni og nokkrum vinum í æfingakvöldverð heim til Alejöndru, systur hans.

Fyrir veisluna sjálfa leigðu Íslendingarnir sér kólumbíska partýrútu, það sem heimamenn kalla chiva, og mættu á henni saman í veisluna. 

Þótt flestir hafi gist á hótelum í um tíu mínútna fjarlægð þá lögðu þau snemma í hann og tóku góðan hring í leiðinni og voru því mjög hress þegar þau mættu.

Við buðum fyrst upp á fordrykk og smárétti. Daniel bauð fólk velkomið á íslensku og ég á spænsku með stuttum ávörpum. 

Fólk fylgdist með báðu með þýðingarappi og jafnvel hörðustu naglar felldu tár yfir báðum ávörpum.

 Svo var sest niður fyrir aðalrétt, köku og skemmtiatriði áður en farið var út á dansgólfið.

Það var líf og fjör í veislunni í Medellín!Aðsend

Voruð þið sammála í skipulaginu?

Já, við vorum nokkuð samstíga. Ég sá um kostnaðaráætlunina, skipuleggja athöfnina og boðið á Akureyri og Daniel veisluna í Medellín, sem var auðvitað talsvert umfangsmeira.

Strákarnir voru samstíga í skipulaginu.Aðsend

Hvað fannst ykkur mikilvægast?

Mikilvægast er bara að hafa gaman saman og með fjölskyldum og vinum.

Strákarnir umkringdur þeirra besta fólki.Aðsend

Hvaðan sóttuð þið innblástur?

Við reyndum að búa til góða blöndu af íslenska kuldanum og kólumbísku hlýjunni.

Innblásturinn kom frá hlýju Kólumbíu og kulda Íslands.Aðsend

Hvað stendur upp úr?

Fyrst og fremst þakklæti til allra þeirra sem lögðu á sig langt ferðalag, bæti til Íslands og Kólumbíu. Fyrir Íslendingana stóð upp úr hjá mörgum hve fallegt og skemmtilegt væri í Medellín.

Kólumbía er vanmetin áfangastaður fyrir ferðamenn sem ég spái að muni vaxa mikið á næstunni. 

National Geographic var að gefa út sinn árlega lista yfir bestu áfangastaði þessa árs. Medellín er þar á meðal tveggja borga í Suður-Ameríku og níu borga í heiminum sem komast á listann.

Líf og fjör í Medellín!Aðsend

Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði?

Já, Pétur vinur minn, og Carolina, vinkona Daniels, voru veislustjórar og pössuðu upp á dagskrána bæði á ensku og spænsku. 

Við gerðum ekki kröfu um mikla dagskrá eða ræður. Ef menn vildu halda ræðu var krafa um að hún yrði að vera stutt og skemmtileg. Pabbi minn, mamma Daniels, Hilmar vinur minn og Nelson vinur Daniels héldu ræður. 

Svo voru vinir mínir, þeir Arnór Pálmi, Kristján, Magnús og Pétur með skemmtilegt tónlistaratriði.

Vinir Davíðs tróðu upp!Aðsend

Var eitthvað sem kom ykkur á óvart?

Nei, þetta var þaulskipulagt af okkur og veislustjórum og ekkert sem kom á óvart.

Brúðkaupið var þaulskipulagt og dásamlegt. Aðsend

Hvað voru margir gestir?

Við erum báðir svo heppnir að eiga marga góða vini. Það voru hátt í 60 Íslendingar sem lögðu leið sína alla leið til Medellín, en gestir voru alls um 120. 

Auk Íslands og Kólumbíu kom fólk frá Síle, Mexíkó, Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Belgíu, Spáni og Tælandi.

Um 60 gestir komu frá Íslandi og alls voru 120 gestir hvaðanaf úr heiminum.Aðsend

Hvernig gekk að velja brúðkaupsfötin og hvaðan sóttirðu innblásturinn fyrir það?

Ég pæli lítið í fötum en á góðan smóking frá SuitUp Reykjavík sem ég hef oft notað. Ég ákvað þó að kaupa mér nýjan jakka í mínum uppáhaldslit, úr dökkgrænu flaueli, fyrir þetta tilefni. 

Daniel var í mjög smekklegum sérsaumuðum bláum jakkafötum frá Bogóta í Kólumbíu.

Glæsilegir í bláu og grænu.Aðsend

Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup?

Ekki hafa miklar áhyggjur og langa dagskrá. 

Ef maður hóar góðu fólki saman með nóg af góðum mat og góðum drykkjum þá getur þetta ekki klikkað.

Fóruð þið í brúðkaupsferð?

Kvöldið eftir veisluna í Medellín fórum við í tæplega tveggja vikna ferð til Santíagó og Pichilemu í Síle, Punta del Este og Montevideo í Úrúgvæ þaðan sem við tókum svo ferju yfir Río de la Plata til Buenos Aires í Argentínu. 

Dagarnir í Kólumbíu með Daniel, fjölskyldum okkar og vinum og brúðkaupsferðin var besti tími lífs míns hingað til og er þá mikið sagt enda hef ég verið svo heppinn að hafa upplifað marga skemmtilega hluti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.