Innlent

Græn­lendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufu­nesi

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Grænlendingar velja Danmörku fram yfir Bandaríkin, segir formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sem var með skýr skilaboð á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. Danir, Grænlendingar og Bandaríkjamenn funda í Washington á morgun og við verðum í beinni frá Kaupamannahöfn í kvöldfréttum og förum yfir málið.

Við skoðum einnig skemmuna sem gjöreyðilagðist í bruna í Gufunesi í gær. Reykjavíkurborg segir að leigutaka hefði átt að vera slæmt ástand hennar ljóst en True North geymdi þar verðmæta leikmuni. Við förum yfir málið og ræðum við slökkvistjóra í beinni.

Inga Sæland, menntamálaráðherra, segir að stefnu í byrjendalæsi hafi verið rutt til rúms hér á landi þrátt fyrir skýrar vísbendingar um að hún hafi brugðist annars staðar. Við ræðum við nýjan ráðherra sem boðar breytingar í skólakerfinu.

Þá sjáum við myndir frá mótmælum í Íran og frá fíkniefnamáli sem kom upp við strendur Kanaríeyja auk þess sem við verðum í beinni frá Ártúnsbrekku þar sem snjóframleiðsla gerir börnum kleift að flykkjast á skíði og sleða.

Í Sportpakkanum tökum við stöðuna á Íslandsmeisturum í Breiðablik sem eru fáliðaðir um þessar mundir og í Íslandi í dag tökum við oddvitaefni Samfylkingarinnar í Reykjavík í atvinnuviðtal.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×