Enski boltinn

Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marc Guehi og Oliver Glasner eru báðir á förum frá Crystal Palace, knattspyrnustjórinn í sumar en fyrirliðinn á næstu dögum.
Marc Guehi og Oliver Glasner eru báðir á förum frá Crystal Palace, knattspyrnustjórinn í sumar en fyrirliðinn á næstu dögum. Getty/Sebastian Frej

Oliver Glasner knattspyrnustjóri Crystal Palace hefur nú gefið það út að hann verður ekki áfram með Lundúnaliðið.

Glasner staðfesti ekki aðeins það á blaðamannafundi heldur einnig að stjórnunarmiðvörðurinn Marc Guehi væri á förum í janúar.

Þessi 51 árs gamli Austurríkismaður segir að þetta sé ekkert tengt því ákvörðunina um að vera ekki áfram hjá Palace tók hann í október.

Glasner segir að hann hafi sagt eigandum Steve Parish að hann væri að hætta vegna þess að hann „vildi nýja áskorun“ og að það hefði ekkert að gera með niðurstöðu sumargluggans eða brotthvarf Marc Guehi.

Hann staðfestir að hann hafi ekki rætt við neitt annað félag og að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að vinna annan bikar fyrir Selhurst Park á þessu tímabili. Palace varð enskur bikarmeistari undir hans stjórn á síðustu leiktíð.

Glasner var spurður út í núverandi stöðu Marc Guehi: „Nýjustu fréttir eru að samningurinn við Marc er á lokastigi. Við getum ekki staðfest það en það er ekki frágengið. Niðurstaðan er sú að Marc spilar ekki með okkur á morgun,“ sagði Oliver Glasner en Guehi er að ganga til liðs við Manchester City.

„Þegar leikmenn vilja fara verður af samningi. Svo virðist sem það hafi gerst núna,“ sagði Glasner.

„Allir vildu að Marc [Guehi] yrði hér að eilífu. Ég ræddi við hann, auðvitað, en það fer ekki lengra. Marc sýndi það í sumarglugganum og allt haustið að hann var hundrað prósent skuldbundinn liðinu og Crystal Palace,“ sagði Glasner.

„Ég óska honum alls hins besta á ferli sínum. Hann er enn á byrjunarreit á sínum frábæra ferli. Hann er stórkostlegur náungi,“ sagði Glasner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×