Enski boltinn

Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Adda og Bjarni tókust á í Fylltu í eyðurnar.
Adda og Bjarni tókust á í Fylltu í eyðurnar.

Í síðasta þætti af Sunnudagsmessunni á Sýn Sport var farið í reglulegan dagskrárlið sem nefnist Fylltu í eyðurnar.

Þau Bjarni Guðjónsson og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir áttu til að mynda að spá fyrir því hvaða maður yrði næsti stjóri Manchester United, þar sem Michael Carrick var aðeins ráðinn til bráðabirgða á dögunum og út núverandi tímabil.

„Ég svara þessu með því hvað ég sjálf myndi vilja, ekkert endilega það sem ég held, en ég myndi vilja sjá Luis Enrique,“ segir Adda og bætir við: . „United þarf mann sem kann að eiga við

„Ég er með ákveðið soft spott fyrir ákveðnum þjálfara. Hann hefur áður þjálfað á Englandi og gerði það ágætlega. Það er [Mauricio] Pochettino. Ég hefði gaman af því að fá að sjá hann þarna. United þarf stóran karakter og þessi lið þurfa menn sem hafa gert þetta og geta dílað við stórstjörnur.“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti þar sem farið var yfir fleiri mál.

Klippa: Fylltu í eyðurnar: Hver á að taka við Manchester United?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×