Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2026 15:27 Magnús Davíð starfaði sem lögmaður áður en hann fór í borgarstjórn. Vísir/Sigurjón Magnús Davíð Norðdahl borgarfulltrúi Pírata sækist ekki eftir sæti á framboðslista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Við lok kjörtímabils ætlar hann að segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og þar með einnig samtökum Pírata. Þetta tilkynnti Magnús á Facebook-síðu sinni í dag. Magnús var einn þriggja frambjóðenda Pírata sem náði kjöri til borgarstjórnar í borgarstjórnarkosningunum vorið 2022. Hann hefur meðal annars setið í velferðarráði, stjórn Félagsbústaða, forsætisnefnd og mannréttindaráði borgarinnar. „Síðustu ár í borgarstjórn Reykjavíkur hafa verið viðburðarík og lærdómsrík, bæði faglega og ekki síður persónulega. Það verður seint vanmetið hversu mikilvægt er að eiga fulltrúa í borgarstjórn sem búa yfir mikilli reynslu og því dáist ég að því fólki sem starfar á sviði stjórnmálanna í fleiri en eitt kjörtímabil og jafnvel í áratugi,“ segir Magnús í tilkynningunni. Magnús fór í veikindaleyfi síðasta vor en sneri aftur til starfa í desember. Hann bauð einnig fram fyrir Pírata í Alþingiskosningum árið 2021. Hann skipaði þá fyrsta sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann fór fram á endurtalningu í kjördæminu og kærði niðurstöðu kosninganna til kjörbréfanefndar og krafðist uppkosningar. Málið fór síðar til Mannréttindadómstóls Evrópu. Borgin ekki starfandi án starfsfólks Magnús þakkar samstarfsfólki sínu í tilkynningunni í dag fyrir samstarfið. „Ég þakka félögum í núverandi og fyrrverandi meirihluta kærlega fyrir samstarfið á kjörtímabilinu og eins borgarfulltrúum úr minnihluta. Vonandi að sem flest þeirra haldi áfram þannig að mikilvæg reynsla komi að góðum notum á næsta kjörtímabili og um ókomin ár. Þá þakka ég einnig öllu því frábæra starfsfólki borgarinnar sem ég hef kynnst fyrir gott samstarf, án þeirra væri borgin ekki starfandi,“ segir hann. Baráttan fyrir mannréttindum mikilvæg Hann segist enn fremur binda vonir við það að stjórnmál á Íslandi þróist ekki „með þeim voveiflega hætti sem sjá má víða erlendis í formi uppgangs fasískra og andlýðræðislegra afla.“ Baráttan fyrir mannréttindum og frelsi sé mikilvægari en hún hafi verið allt frá því á fjórða áratug „Í því samhengi skiptir máli að eldri stjórnmálahreyfingar hér á landi gæti vel að því að velja ekki lýðskrumara til forystu í sínum röðum. Að sama skapi þurfa rótgrónar stjórnmálahreyfingar að gæta mjög vel að því við myndun meirihluta að hafna samstarfi við hvern þann stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk sem byggir að einhverju leyti á hugmyndafræði haturs, fordóma og fasisma eða hafa tileinkað sér trumpíska aðferðafræði í einhverjum mæli. Við vissar aðstæður þurfa fyrrum pólitískir andstæðingar að geta grafið stríðsöxina og unnið saman til þess að koma í veg fyrir að fasísk og andlýðræðisleg öfl verði hafin til valda við myndun meirihluta,“ segir Magnús í færslu sinni. Hann segir í lokin að þrátt fyrir fyrirhugað brotthvarf úr stjórnmálum við lok þessa kjörtímabils muni hann halda áfram að fylgjast með og styðja flokka sem á hverjum tíma kenna sig við mannréttindi, frelsi og lýðræði. Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Einar og Magnús Davíð hlutskarpastir í prófkjöri Pírata Einar Brynjólfsson mun leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi og Magnús Davíð Norðdal mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum en prófkjöri flokksins í kjördæmunum tveimur lauk síðdegis í dag. 20. mars 2021 17:21 Brotið gegn rétti til frjálsra kosninga: Höfðu betur í talningamálinu Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. 16. apríl 2024 09:08 „Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Magnús var einn þriggja frambjóðenda Pírata sem náði kjöri til borgarstjórnar í borgarstjórnarkosningunum vorið 2022. Hann hefur meðal annars setið í velferðarráði, stjórn Félagsbústaða, forsætisnefnd og mannréttindaráði borgarinnar. „Síðustu ár í borgarstjórn Reykjavíkur hafa verið viðburðarík og lærdómsrík, bæði faglega og ekki síður persónulega. Það verður seint vanmetið hversu mikilvægt er að eiga fulltrúa í borgarstjórn sem búa yfir mikilli reynslu og því dáist ég að því fólki sem starfar á sviði stjórnmálanna í fleiri en eitt kjörtímabil og jafnvel í áratugi,“ segir Magnús í tilkynningunni. Magnús fór í veikindaleyfi síðasta vor en sneri aftur til starfa í desember. Hann bauð einnig fram fyrir Pírata í Alþingiskosningum árið 2021. Hann skipaði þá fyrsta sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann fór fram á endurtalningu í kjördæminu og kærði niðurstöðu kosninganna til kjörbréfanefndar og krafðist uppkosningar. Málið fór síðar til Mannréttindadómstóls Evrópu. Borgin ekki starfandi án starfsfólks Magnús þakkar samstarfsfólki sínu í tilkynningunni í dag fyrir samstarfið. „Ég þakka félögum í núverandi og fyrrverandi meirihluta kærlega fyrir samstarfið á kjörtímabilinu og eins borgarfulltrúum úr minnihluta. Vonandi að sem flest þeirra haldi áfram þannig að mikilvæg reynsla komi að góðum notum á næsta kjörtímabili og um ókomin ár. Þá þakka ég einnig öllu því frábæra starfsfólki borgarinnar sem ég hef kynnst fyrir gott samstarf, án þeirra væri borgin ekki starfandi,“ segir hann. Baráttan fyrir mannréttindum mikilvæg Hann segist enn fremur binda vonir við það að stjórnmál á Íslandi þróist ekki „með þeim voveiflega hætti sem sjá má víða erlendis í formi uppgangs fasískra og andlýðræðislegra afla.“ Baráttan fyrir mannréttindum og frelsi sé mikilvægari en hún hafi verið allt frá því á fjórða áratug „Í því samhengi skiptir máli að eldri stjórnmálahreyfingar hér á landi gæti vel að því að velja ekki lýðskrumara til forystu í sínum röðum. Að sama skapi þurfa rótgrónar stjórnmálahreyfingar að gæta mjög vel að því við myndun meirihluta að hafna samstarfi við hvern þann stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk sem byggir að einhverju leyti á hugmyndafræði haturs, fordóma og fasisma eða hafa tileinkað sér trumpíska aðferðafræði í einhverjum mæli. Við vissar aðstæður þurfa fyrrum pólitískir andstæðingar að geta grafið stríðsöxina og unnið saman til þess að koma í veg fyrir að fasísk og andlýðræðisleg öfl verði hafin til valda við myndun meirihluta,“ segir Magnús í færslu sinni. Hann segir í lokin að þrátt fyrir fyrirhugað brotthvarf úr stjórnmálum við lok þessa kjörtímabils muni hann halda áfram að fylgjast með og styðja flokka sem á hverjum tíma kenna sig við mannréttindi, frelsi og lýðræði.
Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarmál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Einar og Magnús Davíð hlutskarpastir í prófkjöri Pírata Einar Brynjólfsson mun leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi og Magnús Davíð Norðdal mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum en prófkjöri flokksins í kjördæmunum tveimur lauk síðdegis í dag. 20. mars 2021 17:21 Brotið gegn rétti til frjálsra kosninga: Höfðu betur í talningamálinu Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. 16. apríl 2024 09:08 „Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Einar og Magnús Davíð hlutskarpastir í prófkjöri Pírata Einar Brynjólfsson mun leiða lista Pírata í Norðausturkjördæmi og Magnús Davíð Norðdal mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum en prófkjöri flokksins í kjördæmunum tveimur lauk síðdegis í dag. 20. mars 2021 17:21
Brotið gegn rétti til frjálsra kosninga: Höfðu betur í talningamálinu Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. 16. apríl 2024 09:08
„Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14