Innlent

Streymi: Heilsan okkar: Með­ferð of­fitu hjá full­orðnum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Erla Gerður Sveinsdóttir heimilislæknir er meðal þeirra sem halda erindi á viðburðinum.
Erla Gerður Sveinsdóttir heimilislæknir er meðal þeirra sem halda erindi á viðburðinum. Vísir/Arnar

Funda- og viðburðaröðin Heilsan okkar fer fram í Veröld- húsi Vigdísar í dag frá klukkan 11.30 til 13. Að þessu sinni er fókus á meðferð offitu hjá fullorðnum.

Heilsan okkar er fundarröð og fer fundurinn alltaf fram síðasta föstudag hvers mánaðar. Fundaröðin er samkvæmt heimasíðu háskólans hugsuð sem samtal almennings, fagfólks og fræðafólks um heilsutengd málefni. Markmið fundarins er að veita yfirsýn yfir stöðu vísindalegrar þekkingar tengdri meðferð offitu hjá fullorðnum á Íslandi.

Hægt er að horfa á fundinn í streymi að neðan og finna dagskrá fundarins.

Dagskrá

  • Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur – Meðferð offitu í heilsugæslu
  • Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi – Sérhæfð meðferð við offitu
  • Bjarni Geir Viðarsson, sérfræðilæknir í skurðlækningum efra kviðarhols - Efnaskiptaaðgerðir á Íslandi
  • Sólveig Óskarsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju - Þyngdarstjórnunarlyf - ávinningur, áhætta & ábyrg notkun
  • Dögg Guðmundsdóttir, klínískur næringarfræðingur – Að byggja upp heilbrigt samband við mat í offitumeðferð
  • Guðlaug Ingvadóttir talsmaður einstaklinga sem lifa með offitu. Situr í stjórn SFO og er fulltrúi í sjúklingaráði ECPO - Þegar líffræði, umhverfi og kerfi mætast: líf með offitu
  • Pallborðsumræður í lokin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×