Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. janúar 2026 11:35 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir stjórnvöld hæglega geta haft áhrif til verðlagslækkunar hér á landi, allra síst eigi þau að verða til þess að auka á verðbólgu. Vísir/Ívar Fannar Verðbólga mælist 5,2% en hún hefur aukist úr 4,5 prósentum frá því í desember. Verðbólgan mælist umfram svörtustu spár viðskiptabankanna. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin - sem telur sitt meginverkefni að lækka vexti - sé nú megin verðbólguvaldurinn og að nú sé hætta á að stýrivextir hækki á ný. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að mæling upp á fimm komma tveggja prósenta verðbólgu sé með verri tíðindum sem hann hafi fengið lengi. „Þetta þýðir að vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur ekki áfram og það er jafnvel hætta á að því verði snúið við. Og þessar verðbólgutölur eru ósköp einfaldlega yfir þeim viðmiðum sem eru í kjarasamningunum á almenna markaðnum. Og ef það næst ekki að snúa þessari þróun við, þá getur það leitt til þess þegar líður á árið, að þeir samningar séu í hættu með tilheyrandi uppnámi.“ Það sem veldur aukinni verðbólgu nú er hækkun vöruverðs á mat og óáfengjum drykkjum. Hún nemur einu prósenti en þá hafði breyting stjórnvalda á gjaldtöku af ökutækjum áhrif til hækkunar og það sama gildir um breytingar á vörugjöldum á ökutæki og lækkun rafbílastyrks.„Þetta er því miður niðurstaðan sem var búið að vara við. Það gekk maður undir manns hönd, bæði í atvinnulífinu og í verkalýðshreyfingunni, að benda stjórnvöldum á, að útreikningar fjármálaráðuneytisins á verðlagsáhrifum væru lélegir.“ Þá væri vörugjaldsbreyting innleidd með of skömmum fyrirvara þannig að fyrirtækin gátu ekki brugðist við.„Og það kaldhæðnislega í þessu er að ríkisstjórnin sem, sko, lítur á það sem sitt meginhlutverk að berja niður verðbólgu á vexti, situr uppi með verðbólgumælingu þar sem að hennar aðgerðir, sem að hún átti að hafa fulla stjórn á, eru meginverðbólguvaldurinn.“ Hann bendir á að stjórnvöld hafi ýmis tæki og tól til að lækka verðlag, þau verði bara að nota þau og allra síst að valda verðbólgunni. Þetta sé stór afleikur.„Og nú springur þetta framan í fólk, eða það fær sleggjuna í trýnið, viljum við orða það þannig,“segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda. Verðlag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Verðbólga mælist nú 5,2 prósent, miðað við 4,5 prósent í desember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 668,3 stig og hækkar um 0,38 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga eykst umfram spár viðskiptabankanna. 29. janúar 2026 09:00 „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. 29. janúar 2026 11:12 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að mæling upp á fimm komma tveggja prósenta verðbólgu sé með verri tíðindum sem hann hafi fengið lengi. „Þetta þýðir að vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur ekki áfram og það er jafnvel hætta á að því verði snúið við. Og þessar verðbólgutölur eru ósköp einfaldlega yfir þeim viðmiðum sem eru í kjarasamningunum á almenna markaðnum. Og ef það næst ekki að snúa þessari þróun við, þá getur það leitt til þess þegar líður á árið, að þeir samningar séu í hættu með tilheyrandi uppnámi.“ Það sem veldur aukinni verðbólgu nú er hækkun vöruverðs á mat og óáfengjum drykkjum. Hún nemur einu prósenti en þá hafði breyting stjórnvalda á gjaldtöku af ökutækjum áhrif til hækkunar og það sama gildir um breytingar á vörugjöldum á ökutæki og lækkun rafbílastyrks.„Þetta er því miður niðurstaðan sem var búið að vara við. Það gekk maður undir manns hönd, bæði í atvinnulífinu og í verkalýðshreyfingunni, að benda stjórnvöldum á, að útreikningar fjármálaráðuneytisins á verðlagsáhrifum væru lélegir.“ Þá væri vörugjaldsbreyting innleidd með of skömmum fyrirvara þannig að fyrirtækin gátu ekki brugðist við.„Og það kaldhæðnislega í þessu er að ríkisstjórnin sem, sko, lítur á það sem sitt meginhlutverk að berja niður verðbólgu á vexti, situr uppi með verðbólgumælingu þar sem að hennar aðgerðir, sem að hún átti að hafa fulla stjórn á, eru meginverðbólguvaldurinn.“ Hann bendir á að stjórnvöld hafi ýmis tæki og tól til að lækka verðlag, þau verði bara að nota þau og allra síst að valda verðbólgunni. Þetta sé stór afleikur.„Og nú springur þetta framan í fólk, eða það fær sleggjuna í trýnið, viljum við orða það þannig,“segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda.
Verðlag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Verðbólga mælist nú 5,2 prósent, miðað við 4,5 prósent í desember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 668,3 stig og hækkar um 0,38 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga eykst umfram spár viðskiptabankanna. 29. janúar 2026 09:00 „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. 29. janúar 2026 11:12 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira
Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Verðbólga mælist nú 5,2 prósent, miðað við 4,5 prósent í desember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 668,3 stig og hækkar um 0,38 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga eykst umfram spár viðskiptabankanna. 29. janúar 2026 09:00
„Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. 29. janúar 2026 11:12