Bodö/Glimt - Man. City 3-1

Manchester City tapaði mjög óvænt gegn norska liðinu Bodö/Glimt. Kasper Høgh kom heimamönnum yfir með marki á 22. mínútu og bætti öðru marki við aðeins tveimur mínútum síðar. Ensku gestirnir þurftu því að finna leiðir til að snúa taflinu við í seinni hálfleik, en ekki batnaði staðan fyrir liðið þegar Jens Petter Hauge kom heimamönnum í 3-0 með stórglæsilegu marki á 58. mínútu. Rayan Cherki minnkaði hins vegar muninn fyrir City tveimur mínútum síðar, en aðeins tveimur mínútum eftir það nældi Rodri sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og þar með rautt.

173
02:55

Vinsælt í flokknum Fótbolti