Skaftafell nýtur alltaf mikilla vinsælda hjá ferðamönnum
Um 140 þúsund ferðamenn hafa heimsótt gestastofuna í Skaftafelli það sem af er ári. Langflestir erlendir, en þó um tíu prósent Íslendingar. Mikil ánægja er með tjaldstæðið í Skaftafelli og allan aðbúnað á staðnum.