Mozart „singalong“
Óperudagar, hátíð klassískra söngvara, standa nú sem hæst. Í dag var Sálumessa Mozarts flutt í Hallgrímskirkju, þar sem áhorfendum var boðið að syngja með - svokallað Sálumessu-singalong, semsagt. Verkið er hið hinsta úr smiðju Mozarts. Óperusöngvararnir Gissur Páll og Jóhann Smári sáu um að leiða sönginn.