Fyrsti dýrlingurinn af þúsaldarkynslóðinni
Leó páfi fjórtándi tók í dag tvo menn í heilagra manna tölu. Annar þeirra var hinn fimmtán ára gamli Carlo Acutis sem lést árið 2006 úr bráðahvítblæði. Acutis hafði í lifanda lífi mikinn áhuga á tölvum og stofnaði vefsíðu þar sem hann skrásetti kraftaverk, viðurkennd af kaþólsku kirkjunni.