Fálkaorðuhafi segist ekki stolt af neinu
Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Elsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það sé þó mikill heiður að vera sæmdur riddarakross og hvatning til að standa sig enn betur.