Vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar
Karlmaður um fertugt var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna stunguárásár í Úlfársárdal. Sá sem varð fyrir árásinni er karlmaður á fimmtugsaldri en hann var fluttur á slysadeild og er líðan hans sögð eftir atvikum.