Ísland í dag - Sauðburður og bleikjueldi í Fagradal í Mýrdal

Í þættinum heimsækir Magnús Hlynur bændurna Jónas Erlendsson og Ragnhildi Jónsdóttir í Fagradal í Mýrdalshreppi rétt fyrir utan Vík í Mýrdal. Á bænum eru um 330 fjár og sauðburði er nýlokið en hann gekk mjög vel, heilbrigði og falleg lömb, sem komu í heiminn. Í Fagradal er líka ræktuð bleikja í kerjum fyrir veitingastað í Mýrdalnum. Þá má geta þess að í Fagradal er rafstöð frá 1929, sem gengur enn og sér um rafmagnsframleiðsluna fyrir búið og heimili þeirra Jónasar og Ragnhildar, auk rafmagnsbílsins, sem þau aka á.

757
11:22

Vinsælt í flokknum Ísland í dag