Erna Hrönn: Tónleikagestir fá að heyra lög af væntanlegri plötu
Kári Egils stundar nám við Berklee tónlistarskólann í Boston en er staddur hér á landi og heldur tónleika í Iðnó á laugardagskvöld. Hann kíkti í skemmtilegt spjall og sagðist vera afar spenntur fyrir tónleikunum sem hann segir vera þá metnaðarfyllstu hingað til. Hann gaf út sína aðra plötu á liðnu ári og stefnir á útgáfu þeirrar þriðju síðar á þessu ári.