Hlaupa sex maraþon á sex dögum
Jakkafataklæddur hlaupahópur ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl í næstu viku til styrktar Krafti. Eftir að farið var af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri.