Frítt á völlinn
Breiðablik og ÍBV mætast nú á Kópavogsvelli í bestu deild karla. Samhliða baráttunni um stigin þrjú er leikið til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur, en aðgangur að leiknum er ókeypis.