Leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta njósna á Íslandi
Leyniþjónusta rússneska hersins er talin standa fyrir stórum hluta þeirra netárása sem beinst hafa gegn Íslandi og öðrum NATO ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra sem hefur nú til skoðunar erlenda aðila sem grunaðir eru um að hafa komið til landsins í þeim eina tilgangi að stunda hér njósnir.