Ísland í dag - Byggðu „parísarsvalir“ út á þakið og settu gervigras

Rakel Halldórsdóttir heilsu frumkvöðull og fyrirsæta og Helgi Þorgils Friðjónsson einn virtasti lístmálari landsins búa í ævintýralegri íbúð og vinnustofu í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafa þau opnað útvegg og byggt litlar ,,Parísar svalir” á þakinu út frá íbúðinni. Og þar ræktar Rakel allt mögulegt og meðal annars dásamleg jarðarber. En Rakel varð landsþekkt fyrir frumkvöðla starf sitt innan heilsugeirans með meðal annars lífrænum og heilsusamlegum mat og fleiru í Frú Laugu og svo er hún að vinna spennandi verkefni fyrir Matís. Og Helgi Þorgils fær boð reglulega um að sýna verk sín erlendis og mun brátt halda stóra sýningu á Ítalíu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í innlit til þeirra hjóna og skoðaði svalirnar og sérstaka og fallega íbúðina þeirra.

54087
12:04

Vinsælt í flokknum Ísland í dag