Þungar áhyggjur foreldra
Í dag hafa staðið yfir upplýsingafundir með foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg en starfsmaður á leikskólanum var handtekinn á þriðjudag vegna gruns um að hafa brotið kynferðislega gegn barni á leikskólanum. Fundina sátu fulltrúar borgarinnar, lögreglu og barnaverndaryfirvalda.